Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 07:35 Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45