Aftur var hægt að næla sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2019 08:07 Flugfélagið á í talsverðum erfiðleikum. Getty/Rodrigo Machado Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19