Heimilislaus maður kom NFL-leikmanni til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 22:00 Þetta er hann Dave. Skjámynd/41 Action News Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019 NFL Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019
NFL Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira