TFII nýr hluthafi í Genís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2019 11:44 Róbert Guðfinnsson er stofnandi Genís en hann hefur látið til sín taka í uppgangi á Siglufirði undanfarin ár. FBL/Arnþór Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi að því er segir í tilkynningu frá GAMMA sem sá um fjármögnunina. Ekki kemur fram í tilkynningunni hve miklum peningum var safnað í áfanganum. Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem hefur að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þróun félagsins að því er segir í tilkynningunni. „Unnið er að framleiðslu á lyfjabæti sem er í klínískum prófunum. Þá hefur félagið lokið dýratilraunum með ígræðsluefni fyrir bein. Einnig er félagið með í undirbúningi þróun á líftæknilyfi byggðu á þekkingargrunni félagsins.“ „Við hjá Genís fögnum því að hafa fengið nýjan og öflugan hluthafa til liðs við okkur. Við horfum jákvæðum augum til framtíðar og stefnum nú ótrauð á frekari sókn inn á erlenda markaði,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís. Benecta er ætlað að hjálpa hinum eldri og segir í stefnu Benecta að fyrirtækið hafi staðfasta trú að lífsgæði þurfi ekki að ráðast af „aldri“ fólks. „Okkur finnst kominn tími til að endurskoða viðteknar hugmyndir um aldur. Losum okkur við öll úreltu og aðþrengjandi viðhorfin um hvernig „eldra fólk“ eigi að haga sér. Við ætlum ekki að hörfa hljóðlega inn í ellina og við ætlumst ekki heldur til þess að viðskiptavinir okkar geri það.“ Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lýsir sér sem efasemdamanni með menntun á sviði vísindanna. Í heimildarmynd, sem kostuð var af Benecta og N4 vann og sjá má hér að neðan, fullyrðir Gunnar að síðan hann byrjaði að taka Benecta þurfi hann ekki að vakna og fara á klósettið á nóttunni. Honum líði betur og horfi til framtíðar. Vísir hefur sent GAMMA og Genís fyrirspurn um hve miklum peningum var safnað í þessum fyrsta áfanga. Fjallabyggð Heilsa Vísindi Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi að því er segir í tilkynningu frá GAMMA sem sá um fjármögnunina. Ekki kemur fram í tilkynningunni hve miklum peningum var safnað í áfanganum. Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem hefur að undanförnu lagt áherslu á að markaðssetja fæðubótarefnið Benecta hér á landi og erlendis. Hið nýja fjármagn verður meðal annars nýtt til að ráðast í næstu skref í þróun félagsins að því er segir í tilkynningunni. „Unnið er að framleiðslu á lyfjabæti sem er í klínískum prófunum. Þá hefur félagið lokið dýratilraunum með ígræðsluefni fyrir bein. Einnig er félagið með í undirbúningi þróun á líftæknilyfi byggðu á þekkingargrunni félagsins.“ „Við hjá Genís fögnum því að hafa fengið nýjan og öflugan hluthafa til liðs við okkur. Við horfum jákvæðum augum til framtíðar og stefnum nú ótrauð á frekari sókn inn á erlenda markaði,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður Genís. Benecta er ætlað að hjálpa hinum eldri og segir í stefnu Benecta að fyrirtækið hafi staðfasta trú að lífsgæði þurfi ekki að ráðast af „aldri“ fólks. „Okkur finnst kominn tími til að endurskoða viðteknar hugmyndir um aldur. Losum okkur við öll úreltu og aðþrengjandi viðhorfin um hvernig „eldra fólk“ eigi að haga sér. Við ætlum ekki að hörfa hljóðlega inn í ellina og við ætlumst ekki heldur til þess að viðskiptavinir okkar geri það.“ Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, lýsir sér sem efasemdamanni með menntun á sviði vísindanna. Í heimildarmynd, sem kostuð var af Benecta og N4 vann og sjá má hér að neðan, fullyrðir Gunnar að síðan hann byrjaði að taka Benecta þurfi hann ekki að vakna og fara á klósettið á nóttunni. Honum líði betur og horfi til framtíðar. Vísir hefur sent GAMMA og Genís fyrirspurn um hve miklum peningum var safnað í þessum fyrsta áfanga.
Fjallabyggð Heilsa Vísindi Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira