Lífið

Malín Brand segist hafa lent í hakkavél samfélagsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ spyr Malín Brand, sem segist hafa lent í hakkavél samfélagsins þegar upp komst um fjárkúgunarmál hennar og systur hennar Hlínar Einarsdóttur vorið 2015.

Malín hefur í dag lokið samfélagsþjónustu og starfar við bílaendurvinnslu og ritstjórn hjá ABC barnahjálp. Hún kveðst vera á góðum stað og reynir ekki að grafa eða gleyma brotum sínum, en hefur þó engin samskipti átt við systur sína síðan í maí 2015.

Vinstri handleggurinn fór að hristast

Ýmislegt hefur gengið á hjá Malín í gegnum tíðina, en hún hefur áður lýst erfiðum uppvexti í söfnuði Votta Jehóva, auk þess sem hún er með Parkinson sjúkdóminn, en einkennin fóru fyrst að gera vart við sig árið 2013, þegar hún var við störf á Morgunblaðinu.

„Allt í einu var bara vinstri handleggurinn byrjaður að hristast og kollegarnir voru bara, hvað er í gangi með Malín?“

Parkinson var ekki fyrsta ágiskun lækna, enda Malín ung – fædd árið 1981, og sjaldgæft að greinast svo snemma. Það reyndist þó raunin, en hún segir sjúkdóminn lítið aftra sér í daglegu lífi enn sem komið er enda virki lyfin sem hún tekur nokkrum sinnum á dag vel.



Gat brosað einu sinni á dag

Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á segist hún líta lífið björtum augum, er hamingjusamlega trúlofuð og staðráðin í að spila vel úr þeim spilum sem hún hefur á hendi.

„Ef ég gat brosað einu sinni á dag þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm og ég glataði því aldrei,“ segir Malín.



Og gastu það alltaf?


„Já, maður þarf nú stundum ekki annað en að líta í spegil til að springa úr hlátri.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.