Fresta Metoo-ráðstefnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Þingmenn Miðflokksins á fundi í desember. Fréttablaðið/Anton brink Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira