„Þetta var dásamleg refsing“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2019 11:30 Malín Brand var gestur í Íslandi í dag í gærkvöldi. Malín Brand er nafn sem flestir þekkja líklega vel, hvort sem það er fyrir störf í fjölmiðlum á árum áður eða fyrir fjárkúgun sem hún framdi með systur sinni Hlín Einarsdóttur vorið 2015. Nú er komið á fjórða ár frá þeim atburðum, Malín hefur tekið út sína refsingu og segist vera á góðum stað. Hún býr ásamt syni sínum, unnusta og syni hans í Hafnarfirði og vinnur við það sem hún kallar bílaendurvinnslu í bænum. Rætt var við Malín í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Lífið er ljómandi gott, það er það. Ég hef alltaf reynt að sjá lífið sem eitthvað ljómandi gott en trúðu mér það hefur ekki alltaf verið neitt sérstaklega þægilegt á köflum,“ segir Malín. Líklega er óhætt að segja að brot systranna hafi verið umtalaðasta mál ársins 2015, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt var sú umræða oft á tíðum ekki ýkja jákvæð. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag, þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm. Ég glataði því aldrei. Maður þarf stundum ekki annað en að líta í spegil og springa úr hlátri.“ Þó Malín hafi lítið sem ekkert sést í sjónvarpi undanfarin ár hefur hún rætt málið og veikindi sín í nokkrum blaðaviðtölum, m.a. við Stundina og DV. Hún segir skrýtin einkenni fyrst hafa farið að gera vart við sig við 2013 þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. „Allt í einu var vinstri handleggurinn bara farinn að hristast og kollegar mínir spurðu mig hvað væri eiginlega í gangi. Ég fór til lækna og það var enginn sem kveikti á perunni að þetta gæti verið Parkinson. Ég er líka svo ung til að fá Parkinson svo það var ekki fyrsta ágiskun.“ Undanfarin misseri hefur Malín verið virk í starfi íslensku Parkinsonsamtakanna. Hún segist vilja beita sér fyrir auknum rannsóknum, þar sem dánartíðni vegna Parkinson sé hlutfallslega nokkuð há hér á landi. Hún reynir þó að láta veikindin ekki hafa áhrif á daglegt líf. „Þetta er náttúrulega ólæknandi sjúkdómur en maður getur til dæmis með hreyfingu og með góðu matarræði haldið einkennunum nokkuð niðri, skilst mér. Ég er alltaf að læra meira og meira og viðurkenni að ég er ekkert rosalega mikið að hreyfa mig og mætti gera meira af því.“ Árið 2017 staðfesti Hæstiréttur dóm yfir Malín, fyrir að hafa í samverknaði við systur sína kúgað fé út úr Helga Jean Claessen og með hótunum reynt að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Hefði átt að drulla mér í burtu „Ég hef sagt, og það var nú gert grín að því í Áramótaskaupinu að ég hafi verið blinduð því þetta var fjölskyldan mín, en meðvirkni er fyrirbæri sem er til og ég bara hugsaði ekki skýrt. Ég var þarna með systur minni og var ekki að hugsa um einhvern ávinning fjárhagslega. Þetta er bara svo fjarri mér, svo innilega fjarri mér. Ég var með henni og það eru mín mistök. Ég tek mjög heimskulegar ákvarðanir að drulla mér ekki í burtu þegar ég hefði getað það.“ Í dag er samband þeirra systra ekki neitt. „Ég talaði síðast við hana 29. maí 2015 og ég held að það sé best að hafa þetta þannig. Ég held að það sé ekkert gott fyrir okkur að hafa samskipti. Auðvitað þykir mér vænt um hana og allt það. Við eigum ekki foreldra og erum bara tvær systurnar. Ég óska bara henni alls hins besta en ætla ekki að vera í samskiptum við hana.“Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórMalín hefur gengið í gegnum ýmislegt og hefur m.a. sagt frá erfiðum æskuárum þar sem hún var alin upp í söfnuði Votta Jehóva. „Ég held að þegar maður er búin að fara í gegnum heilaþvottastöðina og hefur komist nokkuð heill út úr því, þá er maður betur í stakk búinn til þess að takast á við aðra erfileika. Ég held að þessi forsaga hafi haft sitt að segja.“ Malín var dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í brotinu, þó 9 mánuðir dómsins væru skilorðsbundnir. Hún þurfti þó ekki að afplána það sem eftir stóð í fangaklefa – heldur landaði refsingin henni vinnu við að sjá um heilt tímarit. „Ég hef stundum orðað það svo að þetta var dásamleg refsing. Ég fékk þarna dóm sem ég er búin að taka út. Ég fékk að afplána þennan þriggja mánaða dóm með samfélagsþjónustu sem er frábært. Ég vissi ekkert hvert ég myndi fara eða neitt þannig en ABC barnahjálp var sá staður sem ég átti að fara á. Það var bara eins og að vinna í einhverju lottói. Það voru allir svo frábærir og ég fékk bara verkefni við hæfi. Þegar þessum tíma var lokið buðu þau mér vinnu.“Hversu oft er hægt að hengja eina manneskju? Eins og gjarnan er þá var refsing samfélagsins, ef svo má segja, þó umtalsvert þyngri, enda málið á allra vörum, þær systur fengu gott pláss í áramótaskaupinu, hlutu uppnefnið Mahlín og kommentakerfi fréttavefja loguðu. „Það var ógeðslegt. Þetta var algjör hryllingur og eins og versta martröð í raunveruleikanum. Ég er góð að sjá húmorinn í hlutunum en þetta var bara svo ofboðslega dapurlegt. Malín orðar það svo að hún hafi lent í hakkavél samfélagsins. „Það var svo mikil heift. Ég sagði nú ekki margt en það bara eins og allir sprelligosar samfélagsins tækju hvert einasta orð og reyndu að gera eitthvað fyndið úr því. Í staðinn fyrir að hugsa að þarna er manneskja og það sem hún er að segja, það er eitthvað á bakvið það. Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ Í dag er lífið hins vegar betra og Malín segist þrátt fyrir allt blómstra í leik og starfi ásamt unnustanum. Í gegnum fyrirtæki sitt Bílabúið vinna þau að því að stórauka endurvinnslu plasts úr bílum og segir hún markmiðið hreinlega að breyta heiminum hvað þetta varðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Malín Brand er nafn sem flestir þekkja líklega vel, hvort sem það er fyrir störf í fjölmiðlum á árum áður eða fyrir fjárkúgun sem hún framdi með systur sinni Hlín Einarsdóttur vorið 2015. Nú er komið á fjórða ár frá þeim atburðum, Malín hefur tekið út sína refsingu og segist vera á góðum stað. Hún býr ásamt syni sínum, unnusta og syni hans í Hafnarfirði og vinnur við það sem hún kallar bílaendurvinnslu í bænum. Rætt var við Malín í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Lífið er ljómandi gott, það er það. Ég hef alltaf reynt að sjá lífið sem eitthvað ljómandi gott en trúðu mér það hefur ekki alltaf verið neitt sérstaklega þægilegt á köflum,“ segir Malín. Líklega er óhætt að segja að brot systranna hafi verið umtalaðasta mál ársins 2015, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt var sú umræða oft á tíðum ekki ýkja jákvæð. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag, þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm. Ég glataði því aldrei. Maður þarf stundum ekki annað en að líta í spegil og springa úr hlátri.“ Þó Malín hafi lítið sem ekkert sést í sjónvarpi undanfarin ár hefur hún rætt málið og veikindi sín í nokkrum blaðaviðtölum, m.a. við Stundina og DV. Hún segir skrýtin einkenni fyrst hafa farið að gera vart við sig við 2013 þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. „Allt í einu var vinstri handleggurinn bara farinn að hristast og kollegar mínir spurðu mig hvað væri eiginlega í gangi. Ég fór til lækna og það var enginn sem kveikti á perunni að þetta gæti verið Parkinson. Ég er líka svo ung til að fá Parkinson svo það var ekki fyrsta ágiskun.“ Undanfarin misseri hefur Malín verið virk í starfi íslensku Parkinsonsamtakanna. Hún segist vilja beita sér fyrir auknum rannsóknum, þar sem dánartíðni vegna Parkinson sé hlutfallslega nokkuð há hér á landi. Hún reynir þó að láta veikindin ekki hafa áhrif á daglegt líf. „Þetta er náttúrulega ólæknandi sjúkdómur en maður getur til dæmis með hreyfingu og með góðu matarræði haldið einkennunum nokkuð niðri, skilst mér. Ég er alltaf að læra meira og meira og viðurkenni að ég er ekkert rosalega mikið að hreyfa mig og mætti gera meira af því.“ Árið 2017 staðfesti Hæstiréttur dóm yfir Malín, fyrir að hafa í samverknaði við systur sína kúgað fé út úr Helga Jean Claessen og með hótunum reynt að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Hefði átt að drulla mér í burtu „Ég hef sagt, og það var nú gert grín að því í Áramótaskaupinu að ég hafi verið blinduð því þetta var fjölskyldan mín, en meðvirkni er fyrirbæri sem er til og ég bara hugsaði ekki skýrt. Ég var þarna með systur minni og var ekki að hugsa um einhvern ávinning fjárhagslega. Þetta er bara svo fjarri mér, svo innilega fjarri mér. Ég var með henni og það eru mín mistök. Ég tek mjög heimskulegar ákvarðanir að drulla mér ekki í burtu þegar ég hefði getað það.“ Í dag er samband þeirra systra ekki neitt. „Ég talaði síðast við hana 29. maí 2015 og ég held að það sé best að hafa þetta þannig. Ég held að það sé ekkert gott fyrir okkur að hafa samskipti. Auðvitað þykir mér vænt um hana og allt það. Við eigum ekki foreldra og erum bara tvær systurnar. Ég óska bara henni alls hins besta en ætla ekki að vera í samskiptum við hana.“Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórMalín hefur gengið í gegnum ýmislegt og hefur m.a. sagt frá erfiðum æskuárum þar sem hún var alin upp í söfnuði Votta Jehóva. „Ég held að þegar maður er búin að fara í gegnum heilaþvottastöðina og hefur komist nokkuð heill út úr því, þá er maður betur í stakk búinn til þess að takast á við aðra erfileika. Ég held að þessi forsaga hafi haft sitt að segja.“ Malín var dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir hlut sinn í brotinu, þó 9 mánuðir dómsins væru skilorðsbundnir. Hún þurfti þó ekki að afplána það sem eftir stóð í fangaklefa – heldur landaði refsingin henni vinnu við að sjá um heilt tímarit. „Ég hef stundum orðað það svo að þetta var dásamleg refsing. Ég fékk þarna dóm sem ég er búin að taka út. Ég fékk að afplána þennan þriggja mánaða dóm með samfélagsþjónustu sem er frábært. Ég vissi ekkert hvert ég myndi fara eða neitt þannig en ABC barnahjálp var sá staður sem ég átti að fara á. Það var bara eins og að vinna í einhverju lottói. Það voru allir svo frábærir og ég fékk bara verkefni við hæfi. Þegar þessum tíma var lokið buðu þau mér vinnu.“Hversu oft er hægt að hengja eina manneskju? Eins og gjarnan er þá var refsing samfélagsins, ef svo má segja, þó umtalsvert þyngri, enda málið á allra vörum, þær systur fengu gott pláss í áramótaskaupinu, hlutu uppnefnið Mahlín og kommentakerfi fréttavefja loguðu. „Það var ógeðslegt. Þetta var algjör hryllingur og eins og versta martröð í raunveruleikanum. Ég er góð að sjá húmorinn í hlutunum en þetta var bara svo ofboðslega dapurlegt. Malín orðar það svo að hún hafi lent í hakkavél samfélagsins. „Það var svo mikil heift. Ég sagði nú ekki margt en það bara eins og allir sprelligosar samfélagsins tækju hvert einasta orð og reyndu að gera eitthvað fyndið úr því. Í staðinn fyrir að hugsa að þarna er manneskja og það sem hún er að segja, það er eitthvað á bakvið það. Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ Í dag er lífið hins vegar betra og Malín segist þrátt fyrir allt blómstra í leik og starfi ásamt unnustanum. Í gegnum fyrirtæki sitt Bílabúið vinna þau að því að stórauka endurvinnslu plasts úr bílum og segir hún markmiðið hreinlega að breyta heiminum hvað þetta varðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira