Alda Karen segist njóta víðtæks stuðnings fagfólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 11:06 Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra. Næsti fyrirlestur er á dagskrá nú í janúar en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um andleg veikindi. FBL/Ernir Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari segir fjölda fólks, þar af bæði fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga, hafa haft samband og lýst yfir stuðningi við sig síðustu daga. Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. Ummælin voru höfð eftir Öldu Karen í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudag þar sem hún sagði frá væntanlegum fyrirlestri sínum í Laugardalshöll. Hún lýsti því jafnframt yfir að sjálfsvíg væri „stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið“ og það væri leiðinlegt því að „lausnin“ væri einföld. „Það er bara setningin „þú ert nóg“.“ Alda Karen svaraði fyrir ummælin í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi og sagði þau hafa verið klaufaleg. Hún ítrekaði að hún hefði hlaupið á sig í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði Alda Karen.Alda Karen og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur voru gestir Einars Þorsteinssonar í Kastljósinu í gærkvöldi.RÚVÞakka henni fyrir að hjálpa fólki Faglært heilbrigðisstarfsfólk hefur margt gagnrýnt ummæli Öldu Karenar. Þannig gerði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur alvarlegar athugasemdir við það í Kastljósi að Alda Karen byði fólki upp á „lífslausnir“ gegn greiðslu. Þá sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri fólgin í því að segja „þú ert nóg“ við manneskju með sjálfsvígshugsanir. Alda Karen kvaðst skilja þessa gagnrýni fagfólks. Margir í þeim hópi hafi þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. „Já, algjörlega ég skildi þessa gagnrýni mjög vel. Og fagfólk, einmitt, sem kom sér í samband við mig og reyndar tók þessum orðum ekki þannig, margir. En sumir sem gerðu það og voru kannski hvað háværastir tóku þessu náttúrulega inn á sig líka.“ Hún sagðist jafnframt hafa nýtt sér „lífslykla“ sína til að standa af sér gagnrýnina. Stuðningur úr samfélaginu hafi þó reynst henni best í þeim efnum. „En það sem hjálpar mér rosalega mikið er að ég er örugglega búin að fá yfir þúsund skilaboð, bæði í gær og í fyrradag, frá fólki sem stendur með mér og er bara þvílíkt jákvætt. Bæði frá fagfólki og frá aðstandendum fórnarlamba sjálfsvíga, og [þeir] eru bara: þú ert greinilega að hjálpa fólki og takk kærlega fyrir það.“Skilyrði við miðakaupin.Trúnaður ríkir um „upplifunina“ Alda Karen heldur fyrirlestur sinn í Laugardalshöll þann 18. janúar næstkomandi. Þar hyggst hún svara „spurningum um lífið og heilann“ og fara yfir ýmis málefni sem varða „sjálfsvinnu og að ná hröðum árangri“, að því er fram kemur á miðasölusíðu viðburðarins, en í Bítinu kom fram að fyrirlesturinn væri stílaður inn á ungt fólk. Þá kemur fram á vefsíðunni að boðið verði upp á tissjú fyrir þá sem munu annað hvort gráta úr hlátri eða vegna „yfirþyrmandi tilfinningaflóðs“. Einnig er fyrirlesturinn ýmsum skilyrðum háður en ekki er leyfilegt að hafa síma meðferðis á meðan upplifuninni stendur. Þá ríkir trúnaður um það sem fram fer í Laugardalshöll: „Allir áhorfendur eru skuldbundir að gæta fyllsta trúnaðar varðandi upplifunina sem fer fram á viðburðinum.“Viðtalið við Öldu Karen í Bítinu má hlusta á í heild hér að neðan. Heilbrigðismál Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari segir fjölda fólks, þar af bæði fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga, hafa haft samband og lýst yfir stuðningi við sig síðustu daga. Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir umdeild ummæli sín um lausn við sjálfsvígum. Ummælin voru höfð eftir Öldu Karen í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudag þar sem hún sagði frá væntanlegum fyrirlestri sínum í Laugardalshöll. Hún lýsti því jafnframt yfir að sjálfsvíg væri „stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið“ og það væri leiðinlegt því að „lausnin“ væri einföld. „Það er bara setningin „þú ert nóg“.“ Alda Karen svaraði fyrir ummælin í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi og sagði þau hafa verið klaufaleg. Hún ítrekaði að hún hefði hlaupið á sig í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði Alda Karen.Alda Karen og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur voru gestir Einars Þorsteinssonar í Kastljósinu í gærkvöldi.RÚVÞakka henni fyrir að hjálpa fólki Faglært heilbrigðisstarfsfólk hefur margt gagnrýnt ummæli Öldu Karenar. Þannig gerði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur alvarlegar athugasemdir við það í Kastljósi að Alda Karen byði fólki upp á „lífslausnir“ gegn greiðslu. Þá sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri fólgin í því að segja „þú ert nóg“ við manneskju með sjálfsvígshugsanir. Alda Karen kvaðst skilja þessa gagnrýni fagfólks. Margir í þeim hópi hafi þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. „Já, algjörlega ég skildi þessa gagnrýni mjög vel. Og fagfólk, einmitt, sem kom sér í samband við mig og reyndar tók þessum orðum ekki þannig, margir. En sumir sem gerðu það og voru kannski hvað háværastir tóku þessu náttúrulega inn á sig líka.“ Hún sagðist jafnframt hafa nýtt sér „lífslykla“ sína til að standa af sér gagnrýnina. Stuðningur úr samfélaginu hafi þó reynst henni best í þeim efnum. „En það sem hjálpar mér rosalega mikið er að ég er örugglega búin að fá yfir þúsund skilaboð, bæði í gær og í fyrradag, frá fólki sem stendur með mér og er bara þvílíkt jákvætt. Bæði frá fagfólki og frá aðstandendum fórnarlamba sjálfsvíga, og [þeir] eru bara: þú ert greinilega að hjálpa fólki og takk kærlega fyrir það.“Skilyrði við miðakaupin.Trúnaður ríkir um „upplifunina“ Alda Karen heldur fyrirlestur sinn í Laugardalshöll þann 18. janúar næstkomandi. Þar hyggst hún svara „spurningum um lífið og heilann“ og fara yfir ýmis málefni sem varða „sjálfsvinnu og að ná hröðum árangri“, að því er fram kemur á miðasölusíðu viðburðarins, en í Bítinu kom fram að fyrirlesturinn væri stílaður inn á ungt fólk. Þá kemur fram á vefsíðunni að boðið verði upp á tissjú fyrir þá sem munu annað hvort gráta úr hlátri eða vegna „yfirþyrmandi tilfinningaflóðs“. Einnig er fyrirlesturinn ýmsum skilyrðum háður en ekki er leyfilegt að hafa síma meðferðis á meðan upplifuninni stendur. Þá ríkir trúnaður um það sem fram fer í Laugardalshöll: „Allir áhorfendur eru skuldbundir að gæta fyllsta trúnaðar varðandi upplifunina sem fer fram á viðburðinum.“Viðtalið við Öldu Karen í Bítinu má hlusta á í heild hér að neðan.
Heilbrigðismál Ísland í dag Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00