Funda í dag um öryggi á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 11:46 Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna. Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna.
Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38