Funda í dag um öryggi á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 11:46 Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna. Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna.
Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38