Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2019 12:30 Bjarni á fundi nefndarinnar í morgun. Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54