Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. desember 2018 18:54 Fjármála- og efnahagsráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að hann, ásamt utanríkisráðherra, hafi nýverið fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á að starfa á erlendum vettvangi. Mikið hefur verið rætt um þau orð Gunnars Braga Sveinssonar á upptökunum sem snúa að meintum pólitískum hrossakaupum. Þannig hefði skipun Geirs H. Haarde í embætti sendiherra verið gegn því að Gunnar Bragi ætti inni svipaðan greiða hjá Sjálfstæðisflokkum. Þau orð bar Gunnar Bragi síðar til baka. Á vef Kvennablaðsins í gær er umræðu þingmannanna um þessi mál á upptökunum haldið áfram og er sagt að Sigmundur hafi hitt Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra til þess að ræða áhuga Gunnars Braga á því að starfa á erlendum vettvangi.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraVísir/VilhelmFundur haldinn að frumkvæði Sigmundar Bjarni staðfesti við fréttastofu í dag að þetta samtal hafi átt sér stað á fundi þeirra þriggja sem var haldinn að frumkvæði Sigmundar. „Í tilviki Gunnars Braga, að þá hef ég skilið það svo að það væri eitthvað sem kæmi til greina af hans hálfu. Um það var rætt á þessum fundi,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu í dag.Þannig að þú hefur átt fund og Guðlaugur Þór var með ykkur með ykkur á þeim fundi?„Já, við sátum þrír saman á slíkum fundi og þannig var það í þinginu,“ sagði Bjarni.Er þetta gegn greiða eftir að Geir H. Haarde var skipaður í stöðu sendiherra af Gunnari Braga á sínum tíma?„Nei, þetta er það ekki. Ég er búinn að koma því mjög rækilega á framfæri, margoft, að ég skulda engum neina slíka greiða vegna þeirrar skipunar,“ sagði Bjarni. Hornborið á Klaustri þar sem þingmennirnir sex sátu að kvöldi 20. nóvember síðastliðinn.Vísir/SÓJSex dagar síðan Anna Kolbrún sagðist íhuga stöðu sína Málefni þingmannanna sex á Klausturbarsupptökunum eru enn áberandi í fjölmiðlum en í dag var því haldið fram að þingmaður Miðflokksins hefði gefið rangar upplýsingar í æviágripi sínu á vef Alþingis. „Forseti vill taka fram vegna fjölmiðlaumfjöllunar sem orðið hefur um æviferilsskrá háttvirts þingmanns Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, að það mál hefur verið athugað af hálfu Alþingis og er niðurstaða þess skýr að háttvirtur þingmaður hefur í einu og öllu tilgreint réttar upplýsingar um sinn æviferil,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í upphafi þingfundar í dag. Þroskaþjálfafélag Íslands og Félag sérkennara á Íslandi sendu frá sér tilkynningar um staðreyndarvillur í ferilskrá þingmannsins á vefsíðu Alþingis en þar var tilgreint að Anna Kolbrún hefði titlað sig sem þroskaþjálfa og að hún hefði verið ritstjóri fagtímarits Félags sérfræðikennara á Íslandi. Forseti þingsins skýrði rangfærslurnar með þessum hætti. „Þá skráði háttvirtur þingmaður það ekki inn, heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði,“ sagði Steingrímur. Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmAnna Kolbrún hefur mikið verið til umfjöllunar síðustu vikuna eftir að hljóðupptaka með henni og fimm öðrum þingmönnum var lekið til fjölmiðla þar sem þau fóru ófögrum orðum um samstarfsmenn sína á þingi og annað fólk í þjóðfélaginu. Frá því upptökurnar voru gerðar opinberar fyrir sex dögum hefur Anna verið að íhuga stöðu sína sem þingmaður og samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur hún ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún stígi til hliðar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að hann, ásamt utanríkisráðherra, hafi nýverið fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á að starfa á erlendum vettvangi. Mikið hefur verið rætt um þau orð Gunnars Braga Sveinssonar á upptökunum sem snúa að meintum pólitískum hrossakaupum. Þannig hefði skipun Geirs H. Haarde í embætti sendiherra verið gegn því að Gunnar Bragi ætti inni svipaðan greiða hjá Sjálfstæðisflokkum. Þau orð bar Gunnar Bragi síðar til baka. Á vef Kvennablaðsins í gær er umræðu þingmannanna um þessi mál á upptökunum haldið áfram og er sagt að Sigmundur hafi hitt Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra til þess að ræða áhuga Gunnars Braga á því að starfa á erlendum vettvangi.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraVísir/VilhelmFundur haldinn að frumkvæði Sigmundar Bjarni staðfesti við fréttastofu í dag að þetta samtal hafi átt sér stað á fundi þeirra þriggja sem var haldinn að frumkvæði Sigmundar. „Í tilviki Gunnars Braga, að þá hef ég skilið það svo að það væri eitthvað sem kæmi til greina af hans hálfu. Um það var rætt á þessum fundi,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu í dag.Þannig að þú hefur átt fund og Guðlaugur Þór var með ykkur með ykkur á þeim fundi?„Já, við sátum þrír saman á slíkum fundi og þannig var það í þinginu,“ sagði Bjarni.Er þetta gegn greiða eftir að Geir H. Haarde var skipaður í stöðu sendiherra af Gunnari Braga á sínum tíma?„Nei, þetta er það ekki. Ég er búinn að koma því mjög rækilega á framfæri, margoft, að ég skulda engum neina slíka greiða vegna þeirrar skipunar,“ sagði Bjarni. Hornborið á Klaustri þar sem þingmennirnir sex sátu að kvöldi 20. nóvember síðastliðinn.Vísir/SÓJSex dagar síðan Anna Kolbrún sagðist íhuga stöðu sína Málefni þingmannanna sex á Klausturbarsupptökunum eru enn áberandi í fjölmiðlum en í dag var því haldið fram að þingmaður Miðflokksins hefði gefið rangar upplýsingar í æviágripi sínu á vef Alþingis. „Forseti vill taka fram vegna fjölmiðlaumfjöllunar sem orðið hefur um æviferilsskrá háttvirts þingmanns Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, að það mál hefur verið athugað af hálfu Alþingis og er niðurstaða þess skýr að háttvirtur þingmaður hefur í einu og öllu tilgreint réttar upplýsingar um sinn æviferil,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í upphafi þingfundar í dag. Þroskaþjálfafélag Íslands og Félag sérkennara á Íslandi sendu frá sér tilkynningar um staðreyndarvillur í ferilskrá þingmannsins á vefsíðu Alþingis en þar var tilgreint að Anna Kolbrún hefði titlað sig sem þroskaþjálfa og að hún hefði verið ritstjóri fagtímarits Félags sérfræðikennara á Íslandi. Forseti þingsins skýrði rangfærslurnar með þessum hætti. „Þá skráði háttvirtur þingmaður það ekki inn, heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði,“ sagði Steingrímur. Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmAnna Kolbrún hefur mikið verið til umfjöllunar síðustu vikuna eftir að hljóðupptaka með henni og fimm öðrum þingmönnum var lekið til fjölmiðla þar sem þau fóru ófögrum orðum um samstarfsmenn sína á þingi og annað fólk í þjóðfélaginu. Frá því upptökurnar voru gerðar opinberar fyrir sex dögum hefur Anna verið að íhuga stöðu sína sem þingmaður og samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur hún ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún stígi til hliðar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Sjá meira
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Árna Þór sárnaði gagnrýni samflokksmanna sinna þegar hann var skipaður sendiherra Árna Þór Sigurðsson telur sig hafa ýmislegt það til brunns að bera sem gerir hann ágætan til að gegna starfi utanríkisráðherra. 4. desember 2018 11:21