Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 15:35 Frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi þar sem árásin var gerð. Vísir/EPA Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00