Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:23 Pelosi býður Trump að fresta stefnuræðu sinni eða senda hana inn skriflega. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36