Viðskipti innlent

Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips

Andri Eysteinsson skrifar
Vilhelm Már mun taka við starfinu 24. janúar næstkomandi.
Vilhelm Már mun taka við starfinu 24. janúar næstkomandi. Eimskip
Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip.

Vilhelm hefur starfað hjá Íslandsbanka í tuttugu ár, lengst af sem stjórnandi en einnig hefur hann setið í framkvæmdastjórn bankans.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt til að leiða Eimskip, sem er öflugt fyrirtæki í traustum rekstri. Þar bætist ég í góðan hóp starfsfólks og stjórnenda sem hafa mikla reynslu af flutningastarfsemi og ég hlakka til að starfa með. “ segir verðandi forstjóri Eimskips, Vilhelm Már Þorsteinsson meðal annars.

Stjórnarformaður Eimskips, Baldvin Þorsteinsson segir að við ráðningu Vilhelms fái Eimskipafélagið öflugan stjórnanda sem sýnt hefur að hann kunni að leiða saman fólk til að vinna að settu marki og ná árangri.

Starf for­­stjóra var aug­­lýst í byrjun desember á síðasta ári og naut Eim­­skip ráð­gjafar Hag­vangs við ráðninguna. Einhugur var í stjórn Eimskipafélagsins um ráðninguna og væntir stjórn félagsins mikils af Vilhelm í starfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×