Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 07:45 Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. vísir/Vilhelm Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira