Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:07 Giuliani virtist bakka með yfirlýsingar um að alls ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og Rússa. Nú segir hann aðeins að forsetinn hafi ekki sjálfur átt í slíku samráði. Vísir/EPA Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49