Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 13:05 Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er sagður hafa greitt hugbúnaðarfyrirtæki fyrir að reyna að hagræða úrslitum skoðanakannanna á netinu í þágu Trump áður en hann bauð sig fram til forseta. Cohen er jafnframt sagður hafa svikið fyrirtækið um hluta greiðslunnar.Wall Street Journal segir að Cohen hafi samið við RedFinch Solutions um 50.000 dollara greiðslu fyrir þjónustuna. Þegar til kastanna kom hafi Cohen látið John Gauger, eiganda fyrirtækisins, aðeins fá 12-13.000 dollara í reiðufé í plastpoka og boxhanska sem lögmaðurinn fullyrti að brasilískur bardagamaður hafi átt. Gauger fullyrðir að Cohen hafi aldrei greitt það sem eftir stóð. Engu að síður fékk Cohen 50.000 dollara endurgreidda frá fyrirtæki Trump vegna samnings við RedFinch. Cohen hafnar því að hafa greitt Gauger í reiðufé. Allar greiðslur hafi verið farið fram með ávísun. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið við blaðið. Gauger þessi vinnur fyrir Frelsisháskólann í Virginíu þar sem Jerry Falwell yngri, sonur prédikarans fræga, er forseti. Falwell yngri er einarður stuðningsmaður Trump og sagðist nýlega telja að Trump gæti ekkert gert sem myndi láta hann missa stuðnings hans eða annarra kristilegra leiðtoga. Fullyrt að Cohen hafi beðið Gauger um hjálp til að tryggja að Trump kæmi vel út úr skoðanakönnun CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar um helstu viðskiptaleiðtoga þjóðarinnar sem fór fram á netinu í janúar árið 2014. Ætlunin var að skrifa hugbúnað sem hefði kosið Trump ítrekað á síðunni. Trump komst engu að síður ekki á lista yfir hundrað helstu viðskiptaforkólfana. Ári síðar vildi Cohan að Gauger hefði áhrif á netkönnun hægrivefsíðunnar Drudge Report um mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins. Þar lenti Trump í fimmta sæti með 5% atkvæða.Stofnaði Twitter-reikning um meintan kynþokka Cohen Kannanirnar voru ekki það eina sem Cohen fékk Gauger til að gera. Þannig stofnaðir RedFinch Twitter-reikninginn „KonurfyrirCohen“. Þar var Cohen lýst sem „kyntákni“ og útlit hans og persónuleiki lofaður. Reikningurinn deildi aðallega viðburðum sem Cohen kom fram á og stuðning hans við forsetaframboð Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að það að Cohen hafi fengið meira endurgreitt frá Trump en hann greiddi RedFinch sýni að hann sé „þjófur“ og algerlega ótrúverðugur. Cohen hefur unnið með saksóknurum eftir að hann var ákærður fyrir ýmis brot, þar á meðal brot á kosningalögum, skattsvik og meinsæri. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði. Hann hefur bendlað Trump sjálfan við 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Slíkt gæti talist brot á kosningalögum. Uppfært 15:00 Michael Cohen tísti um frétt WSJ í dag og fullyrðir að hann hafi greitt fyrir að hagræða könnununum að skipan og fyrir Donald Trump. „Ég iðrast sannarlega blindrar hollustu minnar við mann sem verðskuldar hana ekki,“ tísti Cohen.As for the @WSJ article on poll rigging, what I did was at the direction of and for the sole benefit of @realDonaldTrump @POTUS. I truly regret my blind loyalty to a man who doesn't deserve it.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07