Eina leiðin Hörður Ægisson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar