Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2019 08:30 Katalónar fylgjast náið með gangi mála. Nordicphotos/AFP Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. Níu af þessum tólf hafa verið í gæsluvarðhaldi frá haustinu 2017. Málið tengist sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu í október það ár. Amnesty hefur ítrekað kallað eftir því að nímenningarnir verði leystir úr haldi. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér samanlagt 177 ára fangelsi fyrir meðal annars uppreisn, misnotkun skattfjár og uppreisnaráróður. Flest hafa þau nú birt yfirlýsingu um málsvörn sína. Ákærðu halda því til að mynda fram að ákæran sé pólitísks eðlis og að hæstiréttur Spánar sé þátttakandi í pólitískum leik gegn Katalónunum. Þá eru friðsamleg mótmæli Katalóna og ofbeldi spænsku lögreglunnar á kjördag borin saman og því haldið fram að katalónska héraðsþingið hafi farið að lögum og ekki misnotað almannafé, þvert á það sem saksóknarar halda fram. Áhuginn á réttarhöldunum er mikill og verður þeim sjónvarpað og streymt á netinu. Í ljósi áhyggja sinna af meintri hlutdrægni hæstaréttar hafa sex katalónsk, spænsk og alþjóðleg mannréttindabaráttusamtök stofnað saman heildarsamtök um eftirlit fyrir réttarhöldin er nefnast International Trial Watch. Þá krefjast verjendur hinna ákærðu þess að alþjóðleg samtök fái að hafa eftirlit með réttarhöldunum. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. Níu af þessum tólf hafa verið í gæsluvarðhaldi frá haustinu 2017. Málið tengist sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu í október það ár. Amnesty hefur ítrekað kallað eftir því að nímenningarnir verði leystir úr haldi. Hin ákærðu eiga yfir höfði sér samanlagt 177 ára fangelsi fyrir meðal annars uppreisn, misnotkun skattfjár og uppreisnaráróður. Flest hafa þau nú birt yfirlýsingu um málsvörn sína. Ákærðu halda því til að mynda fram að ákæran sé pólitísks eðlis og að hæstiréttur Spánar sé þátttakandi í pólitískum leik gegn Katalónunum. Þá eru friðsamleg mótmæli Katalóna og ofbeldi spænsku lögreglunnar á kjördag borin saman og því haldið fram að katalónska héraðsþingið hafi farið að lögum og ekki misnotað almannafé, þvert á það sem saksóknarar halda fram. Áhuginn á réttarhöldunum er mikill og verður þeim sjónvarpað og streymt á netinu. Í ljósi áhyggja sinna af meintri hlutdrægni hæstaréttar hafa sex katalónsk, spænsk og alþjóðleg mannréttindabaráttusamtök stofnað saman heildarsamtök um eftirlit fyrir réttarhöldin er nefnast International Trial Watch. Þá krefjast verjendur hinna ákærðu þess að alþjóðleg samtök fái að hafa eftirlit með réttarhöldunum.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira