Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. janúar 2019 06:15 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
„Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira