Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:58 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira