Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:58 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira