Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2019 09:30 Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði, segir að eðlisfræðingar muni fjalla um eðlisfræði flókinna kerfa, eins og heila, taugakerfis, og lífs. Fréttablaðið/Ernir Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði, Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, Henry Alexander Henrysson, prófessor í heimspeki, og Karl Friðriksson, framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, velta fyrir sér framtíðinni, væntingum og ýmsum áskorunum sem reiknað er með að samfélagið þurfi að fást við.Er hægt að spá fyrir um framtíðina? „Það má reyna og það er nauðsynlegt,“ segir Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, en segir fortíðina sýna að slíkar spár verði fljótlega lélegar. „Slíkar spár framlengja oft ríkjandi ástand línulega, eins eru spár sem byggja meira á draumórum og eru lítils virði. Í besta lagi fá spárnar okkur til að huga að núverandi ástandi,“ segir Viðar. Hann segist viss um að við sjáum ekki fyrir allar breytingar sem verði orðnar á samfélagi okkar árið 2050 eða 2100. „Tölvutæknin mun enn aukast. Miklar breytingar verða í uppbyggingu og þróun örgjörva og minniseininga sem erfitt er að sjá fyrir. Skammtatölvur verða enn á jaðrinum. Þróun þeirra er hafin, en spennandi langtíma glíma við tæknilega örðugleika er fram undan. Fjárfesting í þróun örgjörva, og íhluta í samskiptatæki og tölvur mun enn vaxa, og rafeindaiðnaðurinn í heild verða enn stærri en nú um mundir,“ segir Viðar sem segir samfélagið munu einnig neyðast til að taka á umhverfisvá, þróun lýðræðis, mannlegum samskiptavanda, menntun og vísindalæsi.Ný skammtatölva kynnt IBM kynnti á dögunum nýja skammtatölvu, IBM Q System One. Hvaða þýðingu hefur það? Hvers eru þær megnugar? „Grunneiningarnar eru enn nokkuð stórar, á millimetraskalanum. Í framtíðinni verður hægt að smækka þær og heilda eins og einingar hefðbundinna tölva í hálfleiðarakerfum með uppbyggingu á nanóskala. Fyrir skammtatölvur verður það enn dýrari og erfiðari þróun en fyrir hefðbundnu einingarnar. Takist þetta vel er augljóst að ýmsir reikningar fyrir vísindin verða miklu hraðari og möguleiki á að reikna ýmsa eiginleika stórra flókinna kerfa opnast. Þetta mun gagnast í lyfjaþróun, hönnun á efnum með vissa sértæka eiginleika. Eðlisfræðingar munu fjalla um eðlisfræði flókinna kerfa, eins og heila, taugakerfis, og lífs,“ segir Viðar og segir heimsmyndarfræðin einnig munu hagnast á skammtatölvum.Henry Alexander Henrysson segir að við munum horfa til baka og hugsa hvaða ábyrgðarleysi það hafi verið að láta einstaklinga í mismunandi ástandi stjórna svona tækjum á þjóðvegum. Hugbúnaður muni alveg taka yfir slíkt.Fyrirtæki farin að gyrða sig í brók Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjunkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann sinnir rannsóknum á hagnýtri siðfræði og gagnrýnni hugsun og segir að á síðastliðnum árum hafi orðið vitundarvakning um að skyldur okkar við komandi kynslóðir séu raunverulegar skyldur. „Maður sér til dæmis merki um þetta í því hvernig mörg fyrirtæki eru farin að taka samfélagslega ábyrgð fastari tökum. Enn þá er þó tvennt sem veldur áhyggjum varðandi þessa þróun. Annars vegar geta skyldur við komandi kynslóðir stangast á við nærtækari skyldur okkar. Við þurfum stöðugt að vera að vega og meta ólíkar skyldur og hverjar séu þær mikilvægustu í tilteknum aðstæðum. Það er ekki nóg að viðurkenna bara skyldur við komandi kynslóðir – við þurfum að vera viðbúin því að eiga í stöðugri ígrundun um ólíkar skyldur okkar og mér finnst við almennt ekki vera vel búin undir að eiga í þessum vangaveltum,“ segir Henry. „Seinna atriðið er að þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu eins og áður sagði farin að gyrða sig í brók hvað varðar áhrif á samfélag og umhverfi, þá eru mikilvægustu aðilarnir seinir til. Hin alþjóðlegu stórfyrirtæki eru almennt ekki að gera merkilega hluti í þessum málum. Það sama á við um kjörna fulltrúa víða um heim,“ segir Henry og segir að í veruleika þessara mikilvægu aðila, til dæmis í umhverfismálum, ráði enn skammtímasjónarmið ársfunda eða kosninga.Gervigreind og gagnrýn hugsun Getur tækni leyst (eða þvert á móti, aukið) ákveðin siðferðileg vandamál? „Hver einasta tækninýjung skapar siðferðileg álitamál. Hún getur orðið að vandamáli ef við gætum okkar ekki á því hvernig hún mótar líf okkar. Þetta sjáum við bæði hvað varðar nýja tækni í heilbrigðisvísindum og í þeirri samskiptatækni sem stöðugt hefur meiri áhrif á líf okkar. Í samtímanum höfum við til dæmis miklar áhyggjur af því hvernig samfélagsmiðlar og sú gervigreind sem þeir byggja orðið á stjórna skoðunum okkar. Mér finnst ekki ólíklegt að við náum betri tökum á þessari tækni og að algóritmar verði fljótlega farnir að aðstoða okkur á uppbyggjandi máta við skoðanamyndun. Fjöldamargir þættir þess sem við köllum gagnrýna hugsun gætu stuðst við tæknilegar lausnir sem munu aðstoða okkur við að greina staðreyndir frá áróðri og forða okkur frá glapsýnum og hleypidómum,“ segir Henry og nefnir að þannig geti ný tækni um tíma vegið að mikilvægum gildum og jafnræði en síðar mögulega orðið mikilvæg undirstaða. „Jákvæð niðurstaða veltur á því að akademía og atvinnulíf taki höndum saman,“ segir hann.Réttindi vinnandi fólks Í flestum spám þar sem horft er skammt fram í tímann, til dæmis til 2030 og 2050, er reiknað með umfangsmiklum breytingum á vinnumarkaði vegna framfara á sviði gervigreindar. Henry segir litla stefnumótun í gangi um hvernig við ætlum að bregðast við þeim. „Það sem í raun telst siðferðilega ámælisvert er þegar þeir, sem treyst er til að stjórna samfélaginu, telja það réttmætt að bregðast við eftir á. Við getum sem samfélag haft gríðarlega mikið að segja um hvernig við viljum bregðast við fyrirsjáanlegum breytingum á vinnumarkaði. Eitt er að aðlaga menntakerfið að þessum breytingum, en það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvernig hugað verður að réttindum vinnandi fólks í þessu nýja umhverfi. Mun okkur til dæmis lánast að sýna almennilegt valdþrek til að tryggja að sprotafyrirtæki sem byggja á nýsköpun eigi tækifæri í heimi þar sem sífellt færri fyrirtæki, sem hvergi borga opinber gjöld sem nokkru nemur, eiga sífellt stærri sneið hagkökunnar? Það er ekki endilega ætlað atvinnuleysi sem verður alvarlegasta afleiðing vitvélavæðingarinnar heldur er spurningin hvort við treystum þeim fyrirtækjum sem nú standa best að vígi til að leiða þessa þróun,“ segir Henry.Grænkerar unnu rökræðuna Hvernig sérðu fyrir þér heiminn og manneskjuna í honum árið 2050? En 2100?„Að einhverju leyti erum við að horfa fram á grundvallarbreytingar á manneskjunni á næstu áratugum – breytingar sem urðu mjög skýrar á sjóndeildarhringnum á síðasta ári. Sumt snertir lífsstíl okkar. Því var stungið að mér að eftir nokkra áratugi muni enginn borða kjöt í sama mæli og í dag. Mér þykir það líklegt enda sýnist mér grænkerar hafa unnið hina siðferðilegu rökræðu,“ segir Henry. „Þá var einnig nefnt við mig að það muni þykja stórkostlega siðferðilega ámælisvert að aka sjálfur bifreið yfir vissum hraða. Við munum horfa til baka og hugsa hvaða ábyrgðarleysi það hafi verið að láta einstaklinga í mismunandi ástandi stjórna svona tækjum á þjóðvegum. Hugbúnaður mun alveg taka yfir slíkt. En þetta mun einnig rista dýpra. Mig grunar að árið 2050 muni það einnig þykja mikið ábyrgðarleysi að geta barn og fæða upp á gamla mátann. Fólk sem geri það sé að leggja byrðar á samfélagið. Allir fósturvísar verða skimaðir fyrir sjúkdómum og óæskilegum útlitseinkennum. Slíkt verður grundvallarkrafa fyrir samábyrgð í heilbrigðisþjónustu. Fólk af sama kyni mun líklega einnig geta átt börn saman án þess að þurfa kynfrumur frá gagnstæðu kyni. Að minnsta kosti mun konum standa þessi möguleiki til boða árið 2050. Allt þetta mun gjörbreyta skilningi okkar á eigin tilvist og tilveru. Sumt verður jákvætt og annað neikvætt eins og gengur. Mig grunar að einhverjir muni spyrja hvers vegna við völdum að feta þessa slóð. Svarið verður líklega á þann veg að þetta gerðist bara. Við munum horfa til baka án þess að koma auga á að lýðræðislegur vilji hafi nokkuð komið við sögu.“Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar.Vinnan verður lífsstíll „Vinnumarkaðurinn, störf og viðhorf fólks til vinnu gjörbreytist á næstu áratugum,“ segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, þegar hún er beðin um að rýna í framtíðina. Ragnheiður segir tæknibreytingar, umhverfisvernd og jafnrétti helstu drifkrafta breytinga næstu áratuga. „Það er miklu meiri áhersla á mannlega þáttinn og að skapa aðlaðandi vinnuumhverfi. Fólk lítur í sífellt meira mæli á vinnustaðinn sem lífsstíl en lífsviðurværi. Þess vegna þurfa stjórnendur að búa til vinnustaðamenningu sem fólk getur samsamað sig. Næstu áratugi eiga skipurit eftir að fletjast út. Fyrirtæki verða vistkerfi frekar en pýramídi af fólki sem á að framleiða eitthvað fyrir þig,“ segir Ragnheiður. „Vinnustaðamenningin þarf að endurspegla eigin gildi í lífinu, að geta samsamað sig kúltúrnum og fíla persónulega það sem er í gangi á vinnustaðnum, tilgang og markmið fyrirtækisins í heild sinni,“ segir hún. Ragnheiður segist verða vör við að fólk skynji sjálft að það þurfi breiðari færni en áður. „Menntakerfið þarf að taka við sér, það þarf breiðari færni fólks á vinnumarkaðinn. Fólk mun þurfa fleiri verkfæri og það dugir skammt að einblína á getu fólks í kjarnafögum.“Árið 2050, hvernig sérðu það fyrir þér?„Vinnumarkaður mun verða sveigjanlegri þar sem við knýjum fram aukna framleiðni með því að gefa starfsfólki aukið traust og ábyrgð. Starfsfólk ber ábyrgð á framvindu verkefna sinna með skýr markmið og tímaramma til að vinna eftir. Vinnuframlagið sjálft getur farið fram hvar sem er á hvaða tíma sem er innan skynsamlegra marka og þegar það á við,“ segir Ragnheiður en í Hugsmiðjunni hefur vinnudagurinn verið sex klukkustundir í stað átta í nærri því þrjú ár. „Við getum stytt viðveru á vinnustöðum með skilvirku skipulagi og viðhorfsbreytingu. Að vinna vel á vinnutíma og fara þegar dagsverkinu er lokið. Áherslan á að vera á framleiðni og árangur fremur en viðveru. Vinnuveitendur þurfa að gefa eftir til að uppskera ríkulega í þessum málum,“ segir hún.Tilfinningagreind mikilvæg „Tæknibreytingar eru okkar hjartans mál í Hugsmiðjunni en við þurfum líka að huga að því hvernig við þróumst sem manneskjur í þessu breytilega umhverfi. Breytingar verða sífellt hraðari og eru lítið fyrirsjáanlegar þó að við höfum ákveðnar væntingar um til að mynda gervigreind og framfarir í vísindum. Stafrænar lausnir eru að leysa verkefni sem mannauður gerði áður – það eru auðvitað mjög jákvæðar en oft á tíðum líka erfiðar breytingar þar sem fyrirtæki geta farið að minnka starfsmannafjölda og hagræða í rekstrinum. Fólk getur því verið að missa vinnuna, sem getur verið erfitt. Viðhorf fólks er algjört grundvallaratriði í umhverfi sem þróast hratt og við sem fyrirtæki þurfum stöðugt að vera á tánum að skoða nýjustu trend og tileinka okkur það sem á við,“ segir Ragnheiður og segir þá einstaklinga sem hafi jákvætt viðhorf til þessara áskorana en festast ekki í fyrri reynslu þá sem blómstri í síbreytilegu umhverfi. „Ég vil meina að viðhorf, drifkraftur og framsýni séu þeir eiginleikar í starfsfólki sem skilur að þá einstaklinga sem geta tekist á við þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún og bætir við að í því samhengi sé það alrangt að eldra fólk heltist úr lestinni. „Það er oft umræða um það að eldra fólkið eigi eftir að detta út af vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, það er alrangt. Það eru vissar manngerðir sem hafa þessa eiginleika og þær eru á öllum aldri þó að yngri kynslóðir séu með öðruvísi áherslur og kjósi sveigjanleika og nýjar áskoranir fremur en stöðugleika.“ Hún segir að þegar skipuritin fletjist út verði það enn mikilvægari eiginleiki stjórnenda að vera færir um að eiga í heilbrigðum samskiptum. Vera með tilfinningagreind og gott innsæi. Framtíðarstjórnandinn býr til teymi sem leysir krefjandi verkefni á afmörkuðum tíma og þarf að geta sett saman góðan hóp fólks. Það er ekki ávísun á árangur að setja fullt af hæfu fólki saman í herbergi til að leysa verkefni. Stjórnandi með góða tilfinningagreind skilur hvaða fólk nær best árangri saman og hvernig,“ segir Ragnheiður. Gagnrýnin hugsun sé einnig nauðsynleg. „Við erum í þeim atvinnugeira að við þurfum að vera á tánum, greina strauma og stefnur með gagnrýnni hugsun, tileinka okkur þá eða ekki. Það skiptir öllu máli að vita hvað er að breytast til frambúðar. Hvað er að verða til grundvallar og aðlagast fljótt. Fólki hættir til að festast í því að það hafi reynslu. En það sem þú gerðir fyrir tíu árum á ekki við. Það sem þú gerðir í gær, það er eitthvað sem við getum talað um,“ segir hún.Karl Friðriksson er framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands.Fréttablaðið/Sigtryggur.Að greina undirölduna Karl Friðriksson er framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. „Framtíðarfræði er fræðigrein sem á sér langa hefð en er nýleg fræðigrein innan félagsvísinda. Innan hennar skoðum við ólíkar framtíðir og notum aðferðafræði til að greina mynstur og laða fram ólíkar sviðsmyndir,“ segir Karl. „Við greinum drifkrafta. Annars vegar þá sem við verðum vör við í samfélaginu og þá sem liggja undir. Ef við notum samlíkingu úr náttúrunni, þá er það annars vegar öldur hafsins, sjávarmálið. Og svo er það undiraldan sem hefur veruleg áhrif þegar fram líða stundir. Við höfum mestan áhuga á undiröldunni, þessum stóru kröftum sem koma til með að breyta samfélaginu, stofnunum þess og manneskjunni sem slíkri,“ segir Karl og segir að því meiri sem óvissan sé, því áhugasamari sé hann um verkefnið. „Framtíðin er í okkur. Hvert og eitt okkar býr yfir reynslu, fortíð. Út frá reynslu okkar myndum við sýn okkar á framtíðina. Þess vegna þarf að gera sviðsmyndirnar með ákveðinni aðferðafræði,“ segir Karl. „Við erum ekki að spá fyrir um það hvað muni gerast heldur að reyna að sjá fyrir ákveðnar líkur og drögum ályktanir út frá aðferðafræði,“ segir hann. „Við segjum oft að það séu óvissuþættir og svo verulegir óvissuþættir. Þessir verulegu óvissuþættir geta steypt fyrirtækjum og heilu atvinnugreinunum þannig að þær hafi ekki tilvistargrundvöll lengur. Hraði tæknibreytinga er mikill á öllum sviðum. Samþætting greina á borð við erfða- og tölvutækni verður til þess að sköpunin verður sífellt meiri og hraðari. Þróunin er miklu hraðari en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Karl.Vísindaskáldsögur mikilvægar Karl segir skapandi hugsun mikilvæga í því að stilla fram ólíkum sviðsmyndum. Þannig megi ekki vanmeta sýn listamanna á framtíðina. „Vísindaskáldsögur eru mikilvægar, öll skapandi hugsun um framtíðina á erindi. Mynstur koma fram í listsköpun og öllu sem brýtur múra og hefðir. Það sem við erum að vinna með er að brjóta upp gamlar hefðir til að koma nýjum að. Reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ útskýrir Karl. Hann minnir á að það megi ekki vanmeta tilgang fræðanna. „Framtíðarfræði náði varanlegri fótfestu í kringum síðari heimsstyrjöldina og þá tengt kjarnorkuvánni sem vofði yfir. Áhrif kjarnorkustyrjaldar, sú framtíð var teiknuð upp og það hafði áhrif. Það skiptir máli að rýna í áhrif ákvarðana sem við tökum í dag. Ég man eftir verkefni sem við gerðum fyrir hrun. Í einni sviðsmyndanna var teiknað upp bankahrun og þar var fólk úr ráðuneytum sem sagðist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Þetta myndi aldrei gerast. Við þurftum að hlaupa á eftir því og biðja það um að sitja áfram. Eftir hrunið og ræðu Geirs Haarde fékk ég símtal frá einum þessara starfsmanna sem sagðist hafa lært af þessu og ætlaði að tileinka sér aðferðafræðina. Í dag er fólk opnara fyrir því að velta þessu fyrir sér,“ segir hann. Karl segir að á næstu árum muni samfélög gjörbreytast vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. „Þjarkar munu vinna erfiðustu störfin. Skrifstofustörf munu gjörbreytast. Það er ekkert langt í að fjöldi starfa verði úreltur og taki breytingum. Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann sjáum við enn meira samspil véla og manna og því tengdar breytingar á hinu samfélagslega mynstri, viðmiðum okkar. Við erum að vanrækja þá umræðu í dag. Við þurfum að ræða hvað er í vændum ef við viljum að þróunin verði okkur hliðholl.“The Gardens í Singapúr.Framtíðarspár samtímans Vísindamenn, listamenn, hönnuðir og áhugafólk um framtíðina lögðu til framtíðarspár fyrir Kaspersky Lab, fyrirtæki sem vinnur að veflausnum og tölvuöryggi. 2030 í Moskvu: Risastórar loftslags- og gróðurhvelfingarTil þess að verja fólk fyrir áhrifum loftslagsbreytinga rísa byggingar eða öllu heldur hvelfingar sem viðhalda ákjósanlegum skilyrðum loftgæða, gróðurs og birtu. Reyndar eru til slík verkefni nú þegar í smærri mynd. Til dæmis í Gardens by the Bay í Singapúr. 2050: Rafrænn og persónulegur minnisþjónnMaðurinn mun kjósa að reiða sig á rafrænt minni þegar kemur að minningum. Með nýrri tækni og gervigreind verður hægt að útbúa eins konar rafrænan og persónulegan aðstoðarmann sem geti kallað fram minningar um allt sem viðkemur lífinu.2050: Vitvélarnar vinna fleiri störfEnski stjarneðlisfræðingurinn Martin John Rees hefur spáð því að árið 2050 muni vitvélar hafa tekið við flestum störfum sem mannfólk sinnir núna. Á hinn veginn verði sérhæfð störf í þjónustu þar sem krafist er sértækrar alúðar, yfirsýnar og verkvits eftirsótt.2050: Við búum á vinnustaðnumVið eyðum ekki tíma í umferðinni, segir Vladislav Biryukov hjá Kaspersky. „Það er enginn tilgangur með því að eyða öllum deginum á skrifstofunni. Auk þess verða ekki margir með skrifstofu, eða í fullu starfi,“ segir hann. Fólk hefur val, það getur reitt sig á lágar tekjur og lifað fábrotnum lífsstíl. Eða það getur lært eitthvað sem er ekki hægt að vitvélavæða. 2040 í Singapúr: Vélpöddur vakta þigÁrið 2040 verða drónarnir sem fylgjast nú þegar með mannlífi í Singapúr enn smærri. Þeim mætti líkja við vélpöddur.2050 í Singapúr: TréhúsUmhverfisvænn arkitektúr leiðir til byltinga í borgum heimsins. Byggð, eða öllu frekar ræktuð, risatréhús segja spekingar Kaspersky að verði að veruleika í Singapúr. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Emiliana Torrini einhleyp Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira
Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði, Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, Henry Alexander Henrysson, prófessor í heimspeki, og Karl Friðriksson, framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, velta fyrir sér framtíðinni, væntingum og ýmsum áskorunum sem reiknað er með að samfélagið þurfi að fást við.Er hægt að spá fyrir um framtíðina? „Það má reyna og það er nauðsynlegt,“ segir Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, en segir fortíðina sýna að slíkar spár verði fljótlega lélegar. „Slíkar spár framlengja oft ríkjandi ástand línulega, eins eru spár sem byggja meira á draumórum og eru lítils virði. Í besta lagi fá spárnar okkur til að huga að núverandi ástandi,“ segir Viðar. Hann segist viss um að við sjáum ekki fyrir allar breytingar sem verði orðnar á samfélagi okkar árið 2050 eða 2100. „Tölvutæknin mun enn aukast. Miklar breytingar verða í uppbyggingu og þróun örgjörva og minniseininga sem erfitt er að sjá fyrir. Skammtatölvur verða enn á jaðrinum. Þróun þeirra er hafin, en spennandi langtíma glíma við tæknilega örðugleika er fram undan. Fjárfesting í þróun örgjörva, og íhluta í samskiptatæki og tölvur mun enn vaxa, og rafeindaiðnaðurinn í heild verða enn stærri en nú um mundir,“ segir Viðar sem segir samfélagið munu einnig neyðast til að taka á umhverfisvá, þróun lýðræðis, mannlegum samskiptavanda, menntun og vísindalæsi.Ný skammtatölva kynnt IBM kynnti á dögunum nýja skammtatölvu, IBM Q System One. Hvaða þýðingu hefur það? Hvers eru þær megnugar? „Grunneiningarnar eru enn nokkuð stórar, á millimetraskalanum. Í framtíðinni verður hægt að smækka þær og heilda eins og einingar hefðbundinna tölva í hálfleiðarakerfum með uppbyggingu á nanóskala. Fyrir skammtatölvur verður það enn dýrari og erfiðari þróun en fyrir hefðbundnu einingarnar. Takist þetta vel er augljóst að ýmsir reikningar fyrir vísindin verða miklu hraðari og möguleiki á að reikna ýmsa eiginleika stórra flókinna kerfa opnast. Þetta mun gagnast í lyfjaþróun, hönnun á efnum með vissa sértæka eiginleika. Eðlisfræðingar munu fjalla um eðlisfræði flókinna kerfa, eins og heila, taugakerfis, og lífs,“ segir Viðar og segir heimsmyndarfræðin einnig munu hagnast á skammtatölvum.Henry Alexander Henrysson segir að við munum horfa til baka og hugsa hvaða ábyrgðarleysi það hafi verið að láta einstaklinga í mismunandi ástandi stjórna svona tækjum á þjóðvegum. Hugbúnaður muni alveg taka yfir slíkt.Fyrirtæki farin að gyrða sig í brók Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjunkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann sinnir rannsóknum á hagnýtri siðfræði og gagnrýnni hugsun og segir að á síðastliðnum árum hafi orðið vitundarvakning um að skyldur okkar við komandi kynslóðir séu raunverulegar skyldur. „Maður sér til dæmis merki um þetta í því hvernig mörg fyrirtæki eru farin að taka samfélagslega ábyrgð fastari tökum. Enn þá er þó tvennt sem veldur áhyggjum varðandi þessa þróun. Annars vegar geta skyldur við komandi kynslóðir stangast á við nærtækari skyldur okkar. Við þurfum stöðugt að vera að vega og meta ólíkar skyldur og hverjar séu þær mikilvægustu í tilteknum aðstæðum. Það er ekki nóg að viðurkenna bara skyldur við komandi kynslóðir – við þurfum að vera viðbúin því að eiga í stöðugri ígrundun um ólíkar skyldur okkar og mér finnst við almennt ekki vera vel búin undir að eiga í þessum vangaveltum,“ segir Henry. „Seinna atriðið er að þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu eins og áður sagði farin að gyrða sig í brók hvað varðar áhrif á samfélag og umhverfi, þá eru mikilvægustu aðilarnir seinir til. Hin alþjóðlegu stórfyrirtæki eru almennt ekki að gera merkilega hluti í þessum málum. Það sama á við um kjörna fulltrúa víða um heim,“ segir Henry og segir að í veruleika þessara mikilvægu aðila, til dæmis í umhverfismálum, ráði enn skammtímasjónarmið ársfunda eða kosninga.Gervigreind og gagnrýn hugsun Getur tækni leyst (eða þvert á móti, aukið) ákveðin siðferðileg vandamál? „Hver einasta tækninýjung skapar siðferðileg álitamál. Hún getur orðið að vandamáli ef við gætum okkar ekki á því hvernig hún mótar líf okkar. Þetta sjáum við bæði hvað varðar nýja tækni í heilbrigðisvísindum og í þeirri samskiptatækni sem stöðugt hefur meiri áhrif á líf okkar. Í samtímanum höfum við til dæmis miklar áhyggjur af því hvernig samfélagsmiðlar og sú gervigreind sem þeir byggja orðið á stjórna skoðunum okkar. Mér finnst ekki ólíklegt að við náum betri tökum á þessari tækni og að algóritmar verði fljótlega farnir að aðstoða okkur á uppbyggjandi máta við skoðanamyndun. Fjöldamargir þættir þess sem við köllum gagnrýna hugsun gætu stuðst við tæknilegar lausnir sem munu aðstoða okkur við að greina staðreyndir frá áróðri og forða okkur frá glapsýnum og hleypidómum,“ segir Henry og nefnir að þannig geti ný tækni um tíma vegið að mikilvægum gildum og jafnræði en síðar mögulega orðið mikilvæg undirstaða. „Jákvæð niðurstaða veltur á því að akademía og atvinnulíf taki höndum saman,“ segir hann.Réttindi vinnandi fólks Í flestum spám þar sem horft er skammt fram í tímann, til dæmis til 2030 og 2050, er reiknað með umfangsmiklum breytingum á vinnumarkaði vegna framfara á sviði gervigreindar. Henry segir litla stefnumótun í gangi um hvernig við ætlum að bregðast við þeim. „Það sem í raun telst siðferðilega ámælisvert er þegar þeir, sem treyst er til að stjórna samfélaginu, telja það réttmætt að bregðast við eftir á. Við getum sem samfélag haft gríðarlega mikið að segja um hvernig við viljum bregðast við fyrirsjáanlegum breytingum á vinnumarkaði. Eitt er að aðlaga menntakerfið að þessum breytingum, en það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvernig hugað verður að réttindum vinnandi fólks í þessu nýja umhverfi. Mun okkur til dæmis lánast að sýna almennilegt valdþrek til að tryggja að sprotafyrirtæki sem byggja á nýsköpun eigi tækifæri í heimi þar sem sífellt færri fyrirtæki, sem hvergi borga opinber gjöld sem nokkru nemur, eiga sífellt stærri sneið hagkökunnar? Það er ekki endilega ætlað atvinnuleysi sem verður alvarlegasta afleiðing vitvélavæðingarinnar heldur er spurningin hvort við treystum þeim fyrirtækjum sem nú standa best að vígi til að leiða þessa þróun,“ segir Henry.Grænkerar unnu rökræðuna Hvernig sérðu fyrir þér heiminn og manneskjuna í honum árið 2050? En 2100?„Að einhverju leyti erum við að horfa fram á grundvallarbreytingar á manneskjunni á næstu áratugum – breytingar sem urðu mjög skýrar á sjóndeildarhringnum á síðasta ári. Sumt snertir lífsstíl okkar. Því var stungið að mér að eftir nokkra áratugi muni enginn borða kjöt í sama mæli og í dag. Mér þykir það líklegt enda sýnist mér grænkerar hafa unnið hina siðferðilegu rökræðu,“ segir Henry. „Þá var einnig nefnt við mig að það muni þykja stórkostlega siðferðilega ámælisvert að aka sjálfur bifreið yfir vissum hraða. Við munum horfa til baka og hugsa hvaða ábyrgðarleysi það hafi verið að láta einstaklinga í mismunandi ástandi stjórna svona tækjum á þjóðvegum. Hugbúnaður mun alveg taka yfir slíkt. En þetta mun einnig rista dýpra. Mig grunar að árið 2050 muni það einnig þykja mikið ábyrgðarleysi að geta barn og fæða upp á gamla mátann. Fólk sem geri það sé að leggja byrðar á samfélagið. Allir fósturvísar verða skimaðir fyrir sjúkdómum og óæskilegum útlitseinkennum. Slíkt verður grundvallarkrafa fyrir samábyrgð í heilbrigðisþjónustu. Fólk af sama kyni mun líklega einnig geta átt börn saman án þess að þurfa kynfrumur frá gagnstæðu kyni. Að minnsta kosti mun konum standa þessi möguleiki til boða árið 2050. Allt þetta mun gjörbreyta skilningi okkar á eigin tilvist og tilveru. Sumt verður jákvætt og annað neikvætt eins og gengur. Mig grunar að einhverjir muni spyrja hvers vegna við völdum að feta þessa slóð. Svarið verður líklega á þann veg að þetta gerðist bara. Við munum horfa til baka án þess að koma auga á að lýðræðislegur vilji hafi nokkuð komið við sögu.“Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar.Vinnan verður lífsstíll „Vinnumarkaðurinn, störf og viðhorf fólks til vinnu gjörbreytist á næstu áratugum,“ segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, þegar hún er beðin um að rýna í framtíðina. Ragnheiður segir tæknibreytingar, umhverfisvernd og jafnrétti helstu drifkrafta breytinga næstu áratuga. „Það er miklu meiri áhersla á mannlega þáttinn og að skapa aðlaðandi vinnuumhverfi. Fólk lítur í sífellt meira mæli á vinnustaðinn sem lífsstíl en lífsviðurværi. Þess vegna þurfa stjórnendur að búa til vinnustaðamenningu sem fólk getur samsamað sig. Næstu áratugi eiga skipurit eftir að fletjast út. Fyrirtæki verða vistkerfi frekar en pýramídi af fólki sem á að framleiða eitthvað fyrir þig,“ segir Ragnheiður. „Vinnustaðamenningin þarf að endurspegla eigin gildi í lífinu, að geta samsamað sig kúltúrnum og fíla persónulega það sem er í gangi á vinnustaðnum, tilgang og markmið fyrirtækisins í heild sinni,“ segir hún. Ragnheiður segist verða vör við að fólk skynji sjálft að það þurfi breiðari færni en áður. „Menntakerfið þarf að taka við sér, það þarf breiðari færni fólks á vinnumarkaðinn. Fólk mun þurfa fleiri verkfæri og það dugir skammt að einblína á getu fólks í kjarnafögum.“Árið 2050, hvernig sérðu það fyrir þér?„Vinnumarkaður mun verða sveigjanlegri þar sem við knýjum fram aukna framleiðni með því að gefa starfsfólki aukið traust og ábyrgð. Starfsfólk ber ábyrgð á framvindu verkefna sinna með skýr markmið og tímaramma til að vinna eftir. Vinnuframlagið sjálft getur farið fram hvar sem er á hvaða tíma sem er innan skynsamlegra marka og þegar það á við,“ segir Ragnheiður en í Hugsmiðjunni hefur vinnudagurinn verið sex klukkustundir í stað átta í nærri því þrjú ár. „Við getum stytt viðveru á vinnustöðum með skilvirku skipulagi og viðhorfsbreytingu. Að vinna vel á vinnutíma og fara þegar dagsverkinu er lokið. Áherslan á að vera á framleiðni og árangur fremur en viðveru. Vinnuveitendur þurfa að gefa eftir til að uppskera ríkulega í þessum málum,“ segir hún.Tilfinningagreind mikilvæg „Tæknibreytingar eru okkar hjartans mál í Hugsmiðjunni en við þurfum líka að huga að því hvernig við þróumst sem manneskjur í þessu breytilega umhverfi. Breytingar verða sífellt hraðari og eru lítið fyrirsjáanlegar þó að við höfum ákveðnar væntingar um til að mynda gervigreind og framfarir í vísindum. Stafrænar lausnir eru að leysa verkefni sem mannauður gerði áður – það eru auðvitað mjög jákvæðar en oft á tíðum líka erfiðar breytingar þar sem fyrirtæki geta farið að minnka starfsmannafjölda og hagræða í rekstrinum. Fólk getur því verið að missa vinnuna, sem getur verið erfitt. Viðhorf fólks er algjört grundvallaratriði í umhverfi sem þróast hratt og við sem fyrirtæki þurfum stöðugt að vera á tánum að skoða nýjustu trend og tileinka okkur það sem á við,“ segir Ragnheiður og segir þá einstaklinga sem hafi jákvætt viðhorf til þessara áskorana en festast ekki í fyrri reynslu þá sem blómstri í síbreytilegu umhverfi. „Ég vil meina að viðhorf, drifkraftur og framsýni séu þeir eiginleikar í starfsfólki sem skilur að þá einstaklinga sem geta tekist á við þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún og bætir við að í því samhengi sé það alrangt að eldra fólk heltist úr lestinni. „Það er oft umræða um það að eldra fólkið eigi eftir að detta út af vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, það er alrangt. Það eru vissar manngerðir sem hafa þessa eiginleika og þær eru á öllum aldri þó að yngri kynslóðir séu með öðruvísi áherslur og kjósi sveigjanleika og nýjar áskoranir fremur en stöðugleika.“ Hún segir að þegar skipuritin fletjist út verði það enn mikilvægari eiginleiki stjórnenda að vera færir um að eiga í heilbrigðum samskiptum. Vera með tilfinningagreind og gott innsæi. Framtíðarstjórnandinn býr til teymi sem leysir krefjandi verkefni á afmörkuðum tíma og þarf að geta sett saman góðan hóp fólks. Það er ekki ávísun á árangur að setja fullt af hæfu fólki saman í herbergi til að leysa verkefni. Stjórnandi með góða tilfinningagreind skilur hvaða fólk nær best árangri saman og hvernig,“ segir Ragnheiður. Gagnrýnin hugsun sé einnig nauðsynleg. „Við erum í þeim atvinnugeira að við þurfum að vera á tánum, greina strauma og stefnur með gagnrýnni hugsun, tileinka okkur þá eða ekki. Það skiptir öllu máli að vita hvað er að breytast til frambúðar. Hvað er að verða til grundvallar og aðlagast fljótt. Fólki hættir til að festast í því að það hafi reynslu. En það sem þú gerðir fyrir tíu árum á ekki við. Það sem þú gerðir í gær, það er eitthvað sem við getum talað um,“ segir hún.Karl Friðriksson er framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands.Fréttablaðið/Sigtryggur.Að greina undirölduna Karl Friðriksson er framtíðarfræðingur og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. „Framtíðarfræði er fræðigrein sem á sér langa hefð en er nýleg fræðigrein innan félagsvísinda. Innan hennar skoðum við ólíkar framtíðir og notum aðferðafræði til að greina mynstur og laða fram ólíkar sviðsmyndir,“ segir Karl. „Við greinum drifkrafta. Annars vegar þá sem við verðum vör við í samfélaginu og þá sem liggja undir. Ef við notum samlíkingu úr náttúrunni, þá er það annars vegar öldur hafsins, sjávarmálið. Og svo er það undiraldan sem hefur veruleg áhrif þegar fram líða stundir. Við höfum mestan áhuga á undiröldunni, þessum stóru kröftum sem koma til með að breyta samfélaginu, stofnunum þess og manneskjunni sem slíkri,“ segir Karl og segir að því meiri sem óvissan sé, því áhugasamari sé hann um verkefnið. „Framtíðin er í okkur. Hvert og eitt okkar býr yfir reynslu, fortíð. Út frá reynslu okkar myndum við sýn okkar á framtíðina. Þess vegna þarf að gera sviðsmyndirnar með ákveðinni aðferðafræði,“ segir Karl. „Við erum ekki að spá fyrir um það hvað muni gerast heldur að reyna að sjá fyrir ákveðnar líkur og drögum ályktanir út frá aðferðafræði,“ segir hann. „Við segjum oft að það séu óvissuþættir og svo verulegir óvissuþættir. Þessir verulegu óvissuþættir geta steypt fyrirtækjum og heilu atvinnugreinunum þannig að þær hafi ekki tilvistargrundvöll lengur. Hraði tæknibreytinga er mikill á öllum sviðum. Samþætting greina á borð við erfða- og tölvutækni verður til þess að sköpunin verður sífellt meiri og hraðari. Þróunin er miklu hraðari en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Karl.Vísindaskáldsögur mikilvægar Karl segir skapandi hugsun mikilvæga í því að stilla fram ólíkum sviðsmyndum. Þannig megi ekki vanmeta sýn listamanna á framtíðina. „Vísindaskáldsögur eru mikilvægar, öll skapandi hugsun um framtíðina á erindi. Mynstur koma fram í listsköpun og öllu sem brýtur múra og hefðir. Það sem við erum að vinna með er að brjóta upp gamlar hefðir til að koma nýjum að. Reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ útskýrir Karl. Hann minnir á að það megi ekki vanmeta tilgang fræðanna. „Framtíðarfræði náði varanlegri fótfestu í kringum síðari heimsstyrjöldina og þá tengt kjarnorkuvánni sem vofði yfir. Áhrif kjarnorkustyrjaldar, sú framtíð var teiknuð upp og það hafði áhrif. Það skiptir máli að rýna í áhrif ákvarðana sem við tökum í dag. Ég man eftir verkefni sem við gerðum fyrir hrun. Í einni sviðsmyndanna var teiknað upp bankahrun og þar var fólk úr ráðuneytum sem sagðist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Þetta myndi aldrei gerast. Við þurftum að hlaupa á eftir því og biðja það um að sitja áfram. Eftir hrunið og ræðu Geirs Haarde fékk ég símtal frá einum þessara starfsmanna sem sagðist hafa lært af þessu og ætlaði að tileinka sér aðferðafræðina. Í dag er fólk opnara fyrir því að velta þessu fyrir sér,“ segir hann. Karl segir að á næstu árum muni samfélög gjörbreytast vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. „Þjarkar munu vinna erfiðustu störfin. Skrifstofustörf munu gjörbreytast. Það er ekkert langt í að fjöldi starfa verði úreltur og taki breytingum. Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann sjáum við enn meira samspil véla og manna og því tengdar breytingar á hinu samfélagslega mynstri, viðmiðum okkar. Við erum að vanrækja þá umræðu í dag. Við þurfum að ræða hvað er í vændum ef við viljum að þróunin verði okkur hliðholl.“The Gardens í Singapúr.Framtíðarspár samtímans Vísindamenn, listamenn, hönnuðir og áhugafólk um framtíðina lögðu til framtíðarspár fyrir Kaspersky Lab, fyrirtæki sem vinnur að veflausnum og tölvuöryggi. 2030 í Moskvu: Risastórar loftslags- og gróðurhvelfingarTil þess að verja fólk fyrir áhrifum loftslagsbreytinga rísa byggingar eða öllu heldur hvelfingar sem viðhalda ákjósanlegum skilyrðum loftgæða, gróðurs og birtu. Reyndar eru til slík verkefni nú þegar í smærri mynd. Til dæmis í Gardens by the Bay í Singapúr. 2050: Rafrænn og persónulegur minnisþjónnMaðurinn mun kjósa að reiða sig á rafrænt minni þegar kemur að minningum. Með nýrri tækni og gervigreind verður hægt að útbúa eins konar rafrænan og persónulegan aðstoðarmann sem geti kallað fram minningar um allt sem viðkemur lífinu.2050: Vitvélarnar vinna fleiri störfEnski stjarneðlisfræðingurinn Martin John Rees hefur spáð því að árið 2050 muni vitvélar hafa tekið við flestum störfum sem mannfólk sinnir núna. Á hinn veginn verði sérhæfð störf í þjónustu þar sem krafist er sértækrar alúðar, yfirsýnar og verkvits eftirsótt.2050: Við búum á vinnustaðnumVið eyðum ekki tíma í umferðinni, segir Vladislav Biryukov hjá Kaspersky. „Það er enginn tilgangur með því að eyða öllum deginum á skrifstofunni. Auk þess verða ekki margir með skrifstofu, eða í fullu starfi,“ segir hann. Fólk hefur val, það getur reitt sig á lágar tekjur og lifað fábrotnum lífsstíl. Eða það getur lært eitthvað sem er ekki hægt að vitvélavæða. 2040 í Singapúr: Vélpöddur vakta þigÁrið 2040 verða drónarnir sem fylgjast nú þegar með mannlífi í Singapúr enn smærri. Þeim mætti líkja við vélpöddur.2050 í Singapúr: TréhúsUmhverfisvænn arkitektúr leiðir til byltinga í borgum heimsins. Byggð, eða öllu frekar ræktuð, risatréhús segja spekingar Kaspersky að verði að veruleika í Singapúr.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Emiliana Torrini einhleyp Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira