„Þeir eru að drepa okkur“ Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2019 11:45 Þeir eru að drepa okkur stendur á skilti þessa mótmælanda á Spáni. EPA/ J.M. Garcia Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum. Spánn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum.
Spánn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira