„Þeir eru að drepa okkur“ Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2019 11:45 Þeir eru að drepa okkur stendur á skilti þessa mótmælanda á Spáni. EPA/ J.M. Garcia Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum. Spánn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum.
Spánn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira