Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 16:04 Forsetinn fyrrverandi færir hér fjársveltum öryggisvörðum flatbökur. George Bush/Instagram George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45