Nýársávarp forseta: „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 13:36 Forsetinn ræddi fíknivanda stórs hluta ungs fólks í ávarpi sínu. „Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira