Segist reiðubúinn til fundar við Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:30 Frá nýársávarpi Kim Jon Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira