Hún fær miklu minna borgað en hinir aðstoðarþjálfararnir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:30 Kristi Toliver. Vísir/Getty Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times. NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times.
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira