Viðskipti innlent

Berglind Festival til Símans

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Berglind Pétursdóttir er orðin landsþekkt fyrir innslög sín hjá Gísla Marteini,
Berglind Pétursdóttir er orðin landsþekkt fyrir innslög sín hjá Gísla Marteini, Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir hóf í dag störf fyrir fjarskiptafyrirtækið Símann. Þar mun Berglind starfa í markaðsdeild fyrirtækisins, þar sem ætla má að reynsla hennar af auglýsinga- og markaðsstarfi muni nýtast vel.

Berglind skaust fyrst fram á sjónarsviðið með vefsíðu sinni The Berglind Festival þar sem hún birti stuttar, glettnar færslur með hvers kyns hreyfimyndum. Þegar síðunnar hætti að njóta við flutti hún grín sitt yfir á Twitter þar sem færslur hennar hafa notið mikilla vinsælda.

Það var einmitt í einni slíkri færslu sem hún greindi frá vistaskiptunum, en hana má sjá hér að neðan.

Undanfarin ár hefur Berglind starfað í auglýsingageiranum, nú síðast hjá Tjarnargötunni. Þar hóf hún störf þann 1. maí síðastliðinn. Þar áður hafði hún starfað hjá auglýsingastofunum ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni, auk þess sem hún hefur skrifað pistla í Fréttablaðið.

Frægðarsól hennar reis þó hæst eftir að hún var fengin til að vera með stutt innslög í kvöldþætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikan með Gísla Marteini, sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×