Litla stúlkan með eldvörpuna Sverrir Björnsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun