Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 20:30 Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06