Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Farþegalesin var illa farin eftir slysið sem kostaði sex farþega lífið. Vísir/EPA Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47