Klukkan tvö Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. janúar 2019 07:15 Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun