George fékk kaldar móttökur í Los Angeles Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Paul George lét baulið ekki á sig fá vísir/getty Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira