Körfubolti

George fékk kaldar móttökur í Los Angeles

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul George lét baulið ekki á sig fá
Paul George lét baulið ekki á sig fá vísir/getty
Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder.

George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir.

Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar.

Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.



Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix.

Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik.

Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers.

Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.



Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets.

Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum.

Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins.

Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.



Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122

Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117

Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98

Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121

Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102

Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112

Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101

Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132

Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×