„Var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2019 15:30 Alma er að gera það gott sem lagahöfundur. „Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu Tónlist Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjá meira
„Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu
Tónlist Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjá meira