Spekileki skekur Tyrkland Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 14:51 Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega. Grikkland Tyrkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega.
Grikkland Tyrkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira