Neytendur hugsi um notagildi á útsölunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. janúar 2019 07:30 Formaður Neytendasamtakanna segir að þótt vörur séu á góðu verði sé ekki alltaf um góð kaup að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
„Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira