Neytendur hugsi um notagildi á útsölunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. janúar 2019 07:30 Formaður Neytendasamtakanna segir að þótt vörur séu á góðu verði sé ekki alltaf um góð kaup að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira