Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Nancy Pelosi tók við fundarhamri forseta fulltrúadeildarinnar þegar nýtt þing kom saman í gær. Vísir/EPA Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36