Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 16:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. Það sé vegna þess að hann sé svo vinsæll og hafi gengið svo vel í starfi. Þá reyndi hann að kenna Demókrötum um óstöðugleika á verðbréfamörkuðum ytra. Í tveimur tístum í dag velti Trump einnig vöngum yfir því hvernig hægt væri að þvinga hann úr embætti. „Hvernig þvingar þú forseta úr embætti sem vann mögulega stærsta kosningasigur sögunnar, hefur ekkert rangt gert (Ekkert samstarf með Rússum, það voru Demókratar), var með best heppnuðu tvö fyrstu ár allra forseta og er vinsælasti Repúblikaninn í sögu flokksin?“ skrifaði Trump.As I have stated many times, if the Democrats take over the House or Senate, there will be disruption to the Financial Markets. We won the Senate, they won the House. Things will settle down. They only want to impeach me because they know they can’t win in 2020, too much success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2019How do you impeach a president who has won perhaps the greatest election of all time, done nothing wrong (no Collusion with Russia, it was the Dems that Colluded), had the most successful first two years of any president, and is the most popular Republican in party history 93%? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2019 Vert er að benda á að Trump vann svo sannarlega ekki stærsta kosningasigur sögunnar. Hann fékk um þremur milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans Hillary Clinton en tryggði sér þó 304 kjörfulltrúa. Hann hefur áður haldið því fram að enginn hafi tryggt sér fleiri fulltrúa en hann síðan Ronald Reagan var kjörinn forseti en það er einnig ekki rétt. Barack Obama fékk 365 kjörfulltrúa árið 2008 og 332 árið 2012. Þá fékk Bill Clinton 379 kjörfulltrúa árið 1996 og George H W Bush fékk 426 árið 1988. Sum sé allir forsetar eftir Reagan, nema George Bush yngri, fengu fleiri kjörfulltrúa en Trump. Þá er rétt að Trump er mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins en samkvæmt nýjustu könnun Gallup segja 39 prósent Bandaríkjamanna að hann standi sig vel í starfi, samkvæmt Washington Post.Vilja bíða eftir Mueller Leiðtogar Demókrataflokksins hafa reynt að draga úr tali nýrra þingmanna um að þvinga Trump úr embætti. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir mikilvægt að bíða eftir niðurstöðu í rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig: Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Hann var skipaður eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum 2016. Mueller hefur verið gert að rannsaka þau afskipti og hvort framboð Trump hafi starfað með Rússum með einhverjum hætti. Þar að auki á Mueller að rannsaka alla aðra glæpi sem hann kemst á snoðir um við rannsókn sína. Demókratar gætu samþykkt vantrauststillögu gegn Trump í fulltrúadeild þingsins en það væri erfitt að koma slíkri tillögu í gegnum öldungadeildina. Til þess þyrftu tuttugu eða fleiri þingmenn Repúblikanaflokksins að kjósa með tillögunni. Tveir þriðju öldungadeildarþingmanna þurfa að samþykja slíka tillögu. Hin nýja þingkona Rashida Tlaib olli fljótt usla eftir að hún sór embættiseið í gær. Nokkrum klukkustundum seinna sagði hún opinberlega að hún og aðrir ætluðu sér að koma Trump úr embætti og blótaði hún forsetanum í ræðu sinni. Myndband af hluta ræðunnar hefur farið víða um á netinu í dag..@RashidaTlaib saying it louder for the people in the back!! #116thCongresspic.twitter.com/VeUq0GwI5E — UndocuNestor (@_NestorRuiz) January 4, 2019 Tlaib var þó einnig meðhöfundur greinar sem birt var í gær þar sem hún kallaði eftir því að Trump yrði þvingaður úr embætti. Hún sagði ljóst að hann væri alvarleg ógn gegn Bandaríkjunum.„Nánast daglega ræðst hann gegn stjórnarskrá okkar, lýðræði, lögum og fólkinu. Framferði hans hefur leitt til stjórnarskrárkrísu sem nauðsynlegt er að leysa núna,“ skrifaði hún. Aðrir þingmenn Demókrataflokksins hafa lýst því yfir að þeir muni leggja vantrauststillögu gegn Trump fyrir þingið. Undirbúningur fyrir slíkar tillögur er þegar hafinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka hvort innanríkisráðherra Trump hafi logið að innri endurskoðendum Ryan Zinke hrökklaðist úr embætti þegar tvær rannsóknir voru í gangi á mögulegum siðabrotum hans. 4. janúar 2019 07:39 Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Ummæli forsetans vekja furðu enda studdi Bandaríkjastjórn Reagan andstæðinga Sovétmanna og afganskra bandamanna þeirra í stríðinu. 3. janúar 2019 09:57 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. Það sé vegna þess að hann sé svo vinsæll og hafi gengið svo vel í starfi. Þá reyndi hann að kenna Demókrötum um óstöðugleika á verðbréfamörkuðum ytra. Í tveimur tístum í dag velti Trump einnig vöngum yfir því hvernig hægt væri að þvinga hann úr embætti. „Hvernig þvingar þú forseta úr embætti sem vann mögulega stærsta kosningasigur sögunnar, hefur ekkert rangt gert (Ekkert samstarf með Rússum, það voru Demókratar), var með best heppnuðu tvö fyrstu ár allra forseta og er vinsælasti Repúblikaninn í sögu flokksin?“ skrifaði Trump.As I have stated many times, if the Democrats take over the House or Senate, there will be disruption to the Financial Markets. We won the Senate, they won the House. Things will settle down. They only want to impeach me because they know they can’t win in 2020, too much success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2019How do you impeach a president who has won perhaps the greatest election of all time, done nothing wrong (no Collusion with Russia, it was the Dems that Colluded), had the most successful first two years of any president, and is the most popular Republican in party history 93%? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2019 Vert er að benda á að Trump vann svo sannarlega ekki stærsta kosningasigur sögunnar. Hann fékk um þremur milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans Hillary Clinton en tryggði sér þó 304 kjörfulltrúa. Hann hefur áður haldið því fram að enginn hafi tryggt sér fleiri fulltrúa en hann síðan Ronald Reagan var kjörinn forseti en það er einnig ekki rétt. Barack Obama fékk 365 kjörfulltrúa árið 2008 og 332 árið 2012. Þá fékk Bill Clinton 379 kjörfulltrúa árið 1996 og George H W Bush fékk 426 árið 1988. Sum sé allir forsetar eftir Reagan, nema George Bush yngri, fengu fleiri kjörfulltrúa en Trump. Þá er rétt að Trump er mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins en samkvæmt nýjustu könnun Gallup segja 39 prósent Bandaríkjamanna að hann standi sig vel í starfi, samkvæmt Washington Post.Vilja bíða eftir Mueller Leiðtogar Demókrataflokksins hafa reynt að draga úr tali nýrra þingmanna um að þvinga Trump úr embætti. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir mikilvægt að bíða eftir niðurstöðu í rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig: Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Hann var skipaður eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum 2016. Mueller hefur verið gert að rannsaka þau afskipti og hvort framboð Trump hafi starfað með Rússum með einhverjum hætti. Þar að auki á Mueller að rannsaka alla aðra glæpi sem hann kemst á snoðir um við rannsókn sína. Demókratar gætu samþykkt vantrauststillögu gegn Trump í fulltrúadeild þingsins en það væri erfitt að koma slíkri tillögu í gegnum öldungadeildina. Til þess þyrftu tuttugu eða fleiri þingmenn Repúblikanaflokksins að kjósa með tillögunni. Tveir þriðju öldungadeildarþingmanna þurfa að samþykja slíka tillögu. Hin nýja þingkona Rashida Tlaib olli fljótt usla eftir að hún sór embættiseið í gær. Nokkrum klukkustundum seinna sagði hún opinberlega að hún og aðrir ætluðu sér að koma Trump úr embætti og blótaði hún forsetanum í ræðu sinni. Myndband af hluta ræðunnar hefur farið víða um á netinu í dag..@RashidaTlaib saying it louder for the people in the back!! #116thCongresspic.twitter.com/VeUq0GwI5E — UndocuNestor (@_NestorRuiz) January 4, 2019 Tlaib var þó einnig meðhöfundur greinar sem birt var í gær þar sem hún kallaði eftir því að Trump yrði þvingaður úr embætti. Hún sagði ljóst að hann væri alvarleg ógn gegn Bandaríkjunum.„Nánast daglega ræðst hann gegn stjórnarskrá okkar, lýðræði, lögum og fólkinu. Framferði hans hefur leitt til stjórnarskrárkrísu sem nauðsynlegt er að leysa núna,“ skrifaði hún. Aðrir þingmenn Demókrataflokksins hafa lýst því yfir að þeir muni leggja vantrauststillögu gegn Trump fyrir þingið. Undirbúningur fyrir slíkar tillögur er þegar hafinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka hvort innanríkisráðherra Trump hafi logið að innri endurskoðendum Ryan Zinke hrökklaðist úr embætti þegar tvær rannsóknir voru í gangi á mögulegum siðabrotum hans. 4. janúar 2019 07:39 Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Ummæli forsetans vekja furðu enda studdi Bandaríkjastjórn Reagan andstæðinga Sovétmanna og afganskra bandamanna þeirra í stríðinu. 3. janúar 2019 09:57 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Rannsaka hvort innanríkisráðherra Trump hafi logið að innri endurskoðendum Ryan Zinke hrökklaðist úr embætti þegar tvær rannsóknir voru í gangi á mögulegum siðabrotum hans. 4. janúar 2019 07:39
Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Ummæli forsetans vekja furðu enda studdi Bandaríkjastjórn Reagan andstæðinga Sovétmanna og afganskra bandamanna þeirra í stríðinu. 3. janúar 2019 09:57
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30