Innlent

Sunn­a Elvir­a ekki á vitn­a­list­a í Skák­sam­bands­mál­in­u

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Villi
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.

Anna Barbara Andradóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hún sagði að ekki væri talin þörf á því að hafa Sunnu á vitnalista.

„Það eru bara kölluð til þau vitni sem talin er þörf á til þess að sanna þær sakargiftir sem liggja fyrir,“ sagði Anna við fréttastofu.

Aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hefst á mánudaginn. Sakborningum málsins, þremur talsins, er gefið að sök að hafa gert tilraun til þess að smygla fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Þeir hafi ætlað að fela fíkniefnin innan í taflmunum sem senda átti í pakka til landsins. Pakkinn hafi verið stílaður á Skáksamband Íslands en lögreglan hafi komist á snoðir um sendinguna og skipt fíkniefnunum út fyrir gerviefni.

Upphaflega játaði Sigurður sök í málinu en dró játningu sína til baka fyrir héraðsdómi og hefur síðan neitað sök.

 


Tengdar fréttir

Sigurður bæði neitaði og játaði sök

Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×