Tapað stríð Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. janúar 2019 08:00 Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun