Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 18:00 Bolton (t.h.) hitti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í ferð sinni. Markmið hennar var að lægja öldurnar eftir að Trump forseti tilkynnti um brotthvarf Bandaríkjahers frá Sýrlandi. Vísir/EPA John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03