Innlent

Þingnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um Útlendingastofnun

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun óska eftir frekari upplýsingum frá Ríkisendurskoðun um Útlendingastofnun. 

„Ríkisendurskoðun kom fyrir nefndina og kynnti okkur skýrsluna. Þá kviknuðu nokkrar spurningar sem Ríkisendurskoðun fær og mun svara okkur á næstu vikum,“  segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Um framhaldið segir Helga Vala að nefndin muni kalla Útlendingastofnun til fundar þegar umræddar viðbótarupplýsingar liggi fyrir og muni í kjölfarið taka afstöðu til þess hvort ljúka megi umfjöllun um stofnunina eða hvort hún telji að bregðast þurfi við.

„Telji nefndin að bregðast þurfi við, sendir hún oft viðkomandi fagnefnd málið til frekari meðferðar,“ segir Helga Vala.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars vikið að  starfsmannamálum en starfsmannafjöldi stofnunarinnar hefur þrefaldast á tæpum áratug og meðal nýrra starfsmanna er reynslulítið fólk sem ráðið hefur verið á grundvelli átaksverkefna stjórnvalda gegn atvinnuleysi. Þá er gagnrýnt í skýrslunni að starfsfólk hafi engar verklagsreglur að starfa eftir sem stuðlað gætu að faglegri vinnubrögðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×