Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 23:09 Trump er sagður trúa því að deilan um múrinn hjálpi sér að treysta stuðnings baklands síns. Á meðan fá hundruð þúsunda opinberra starfsmanna ekki greidd laun. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna