Ráku þjálfarann sinn klukkutíma eftir stórsigur á Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 08:30 Tom Thibodeau. Getty/Maddie Meyer Minnesota Timberwolves vann 22 stiga stórsigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þessi flotti sigur bjargaði ekki starfi Tom Thibodeau.KAT & Andrew Wiggins guide the @Timberwolves to victory with 28 PTS apiece! #AllEyesNorthpic.twitter.com/0vZSvIcM80 — NBA (@NBA) January 7, 2019Andrew Wiggins skoraði 25 af 28 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Minnesota Timberwolves vann 108-86 sigur á Los Angeles Lakers en Lakers-liðið lék enn á ný án LeBron James sem er meiddur. Þetta var síðasti leikur Timberwolves liðsins undir stjórn þjálfarans Tom Thibodeau sem var rekinn klukkutíma eftir leikinn. Thibodeau var bæði þjálfari og forseti félagsins. Tímasetnining brottrekstursins var frekar furðuleg en það breytir ekki því að mikið hefur gengið á í herbúðum Minnesota Timberwolves á þessari leiktíð. Félagið missti meðal annars stjörnuleikmanninn Jimmy Butler sem þvingaði fram leikmannaskipti.KAT did some of everything in the @timberwolves victory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/eXJijuJqF4 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 7, 2019Karl-Anthony Towns átti fínan leik fyrir Minnesota en hann var með 28 stig, 18 fráköst og 4 varin skot og þá var Jeff Teague með 15 stig og 11 stoðsendingar. Lance Stephenson var atkvæðamestur hjá Lakers með 14 stig en liðið hefur aðeins unnið 1 af 6 leikjum síðan að LeBron James meiddist á nára.Kyle Lowry tallies 12 PTS & 8 ASTS, as the @Raptors win in his return to action! #WeTheNorthpic.twitter.com/fC9KhU207C — NBA (@NBA) January 7, 2019Norman Powell var með 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sex leikja sigurgöngu Indiana Pacers með 121-105 sigri en Raptors liðið lék án Kawhi Leonard í leiknum. Serge Ibaka var með 18 stig og Pascal Siakam bætti við 12 stigum og 10 fráköstum.Russell Westbrook records his 12th triple-double of the season: 22 PTS, 15 REBS, 13 ASTS. pic.twitter.com/tmXbtk2fSx — NBA (@NBA) January 7, 2019Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards í 116-98 sigri á Oklahoma City Thunder en tólfta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu (22 stig, 15 fráköst, 13 stoðsendingar) dugði ekki Thunder-liðinu.Kemba Walker goes off for 18 4th quarter PTS, including a halfcourt shot at the buzzer! #Hornets30pic.twitter.com/81nf2zJ4BE — NBA (@NBA) January 7, 2019Kemba Walker skoraði 18 af 29 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum þegar Charlotte Hornets vann 119-113 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjötta tap Phoenix liðsins í röð.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 98-116 Toronto Raptors - Indiana Pacers 121-105 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 113-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 106-82 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 100-117 Los Angeles Clippers - Orlando Magic 106-96 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 108-86 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Minnesota Timberwolves vann 22 stiga stórsigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þessi flotti sigur bjargaði ekki starfi Tom Thibodeau.KAT & Andrew Wiggins guide the @Timberwolves to victory with 28 PTS apiece! #AllEyesNorthpic.twitter.com/0vZSvIcM80 — NBA (@NBA) January 7, 2019Andrew Wiggins skoraði 25 af 28 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Minnesota Timberwolves vann 108-86 sigur á Los Angeles Lakers en Lakers-liðið lék enn á ný án LeBron James sem er meiddur. Þetta var síðasti leikur Timberwolves liðsins undir stjórn þjálfarans Tom Thibodeau sem var rekinn klukkutíma eftir leikinn. Thibodeau var bæði þjálfari og forseti félagsins. Tímasetnining brottrekstursins var frekar furðuleg en það breytir ekki því að mikið hefur gengið á í herbúðum Minnesota Timberwolves á þessari leiktíð. Félagið missti meðal annars stjörnuleikmanninn Jimmy Butler sem þvingaði fram leikmannaskipti.KAT did some of everything in the @timberwolves victory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/eXJijuJqF4 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 7, 2019Karl-Anthony Towns átti fínan leik fyrir Minnesota en hann var með 28 stig, 18 fráköst og 4 varin skot og þá var Jeff Teague með 15 stig og 11 stoðsendingar. Lance Stephenson var atkvæðamestur hjá Lakers með 14 stig en liðið hefur aðeins unnið 1 af 6 leikjum síðan að LeBron James meiddist á nára.Kyle Lowry tallies 12 PTS & 8 ASTS, as the @Raptors win in his return to action! #WeTheNorthpic.twitter.com/fC9KhU207C — NBA (@NBA) January 7, 2019Norman Powell var með 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sex leikja sigurgöngu Indiana Pacers með 121-105 sigri en Raptors liðið lék án Kawhi Leonard í leiknum. Serge Ibaka var með 18 stig og Pascal Siakam bætti við 12 stigum og 10 fráköstum.Russell Westbrook records his 12th triple-double of the season: 22 PTS, 15 REBS, 13 ASTS. pic.twitter.com/tmXbtk2fSx — NBA (@NBA) January 7, 2019Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards í 116-98 sigri á Oklahoma City Thunder en tólfta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu (22 stig, 15 fráköst, 13 stoðsendingar) dugði ekki Thunder-liðinu.Kemba Walker goes off for 18 4th quarter PTS, including a halfcourt shot at the buzzer! #Hornets30pic.twitter.com/81nf2zJ4BE — NBA (@NBA) January 7, 2019Kemba Walker skoraði 18 af 29 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum þegar Charlotte Hornets vann 119-113 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjötta tap Phoenix liðsins í röð.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 98-116 Toronto Raptors - Indiana Pacers 121-105 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 113-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 106-82 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 100-117 Los Angeles Clippers - Orlando Magic 106-96 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 108-86
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira