Setti upp keppni til að slá við stráknum sem vildi naggana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 11:09 Yusaku Maezawa sló við Carter Wilkinson og á nú heimsins útbreiddasta tíst. Mynd/Samsett Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014 Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014
Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira