Einhliða umræða um umhverfismál ekki af hinu góða segir orkumálastjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 13:01 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín.Jólaerindi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra vakti mikla athygli fyrir jól en þar skrifaði hann meðal annars um „fólkið sem hatar rafmagn,“ fór stórum orðum um kvikmyndina Kona fer í stríð og sagði ákveðnar friðlýsingar geta hindrað hagvaxtarmöguleika. Greinin vakti hörð viðbrögð en sjálfur segist orkumálastjóri fagna umræðunni. „Ég er bara að benda á það að sjálfbærni, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem hefur verið notuð um það fyrirbæri, segir að við eigum að taka tillit til náttúrufars og umhverfisáhrifa en um leið samfélags- og hagvaxtaráhrifa,” segir Guðni. Sjá einnig: Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra„Þetta er spurning um það að við erum að byggja upp mannlegt samfélag og sem við höfum gert hér síðastliðin þúsund ár hér á Íslandi það hefur auðvitað haft í för með sér ýmsar breytingar á umhverfi okkar og náttúru eins og þekkt er orðið og við eigum auðvitað að lágmarka það. En við þurfum líka að komast af.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli orkumálastjóra er rithöfundurinn og umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason sem hefur sagt orkumálastjóra fara með rangfærslur í málflutningi sínum. Því vísar Guðni á bug. „Einhliða skoðun á svona málum hún er aldrei til góðs. Hún getur auðvitað verið réttlætanleg hjá samtökum sem að hafa mjög sterka dagskrá, til dæmis á sviði umhverfismála en hún er ekki fullnægjandi fyrir samfélagslega umræðu,” segir Guðni. Aðspurður segist hann sjálfur vera umhverfissinni. “Já ég er mikill umhverfissinni og hef gaman af því að njóta fagurs umhverfis og vitja náttúrunnar á góðum dögum þannig að það er ekkert spurning um það,” segir Guðni.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30
Yfirlýstir umhverfissinnar fá kalda jólakveðju frá orkumálastjóra Segir ofbeldið í Kona fer í stríð vera úrelt og segist eiga erfitt með að hlusta á mótsagnir umhverfisverndarsinna. 18. desember 2018 15:46