Lækkuðu vægi erindreka ESB Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 14:58 Donald Trump og nafni hans Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins. EPA/ROBERT GHEMENT Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira