Töggur í Sears þrátt fyrir orðróma um gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:42 Sears hefur lokað rúmlega helmingi verslana sinna á síðustu mánuðum. Getty/Spencer Platt Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019 Bandaríkin Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019
Bandaríkin Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira